top of page
Concrete Wall

Léttur 2019

Æfingar hófust að nýju þann 7. janúar og við tók hefðbundið skipulag.

Kórkonur eru 116

Um miðjan febrúar sungum við seinni messu vetrarins í Háteigskirkju og var það ánægjulegt eins og alltaf.

æfingabúðir 2019 2.sóp.jpg

2.sópran rokkaði og rólaði í æfingabúðum. Hér á æfingu á föstudagskvöldinu algjörlega afslappaðar og tilbúnar fyrir nóttina :)

Við skelltum okkur í æfingabúðir 15.-17. mars.
Þær voru að þessu sinni haldnar á hótel Hamri í Borgarfirði.

Léttsveitin lagði nánast undir sig hótelið og átti góða helgi í söng og gleði. Svo mikil var þátttakan að herbergin sem höfðu verið bókuð dugðu ekki til að hýsa okkur allar svo það þurfti að leita til hótela í nágrenninu til að hýsa þær sem út af stóðu.

Það var 2. sópran sem sá um skipulag og utanumhald og gerði það með miklum glæsibrag. Laugardagskvöldið var afar skemmtilegt og raddirnar tróðu upp með skemmtiatriðum sem var hvert öðru skemmtilegra. Já, Léttsveitarkonur og karlar kunna sko að gera sér glaðan dag.

Viðtal við Lellu okkar 

Eftir æfingabúðir var komið að því að huga að vortónleikum.

Um miðjan mars, um það leyti sem miðasala var að hefjast

fengum við aftur afar góða umfjöllun í Morgunblaðinu

um starfið og tónleikana framundan. 

Umfjöllun mbl vor 2019.jpg

Vortónleikar í Háskólabíói

Vortónleikarnir okkar voru haldnir þann 9. maí í Háskólabíói. Yfirskriftin var Er vorsólin skín og hljómsveitina skipuðu þeir Tómas Guðni Eggertsson á píanó, Pétur Valgarð Pétursson á gítar, Scott McLemore á trommur, Þorgrímur Jónsson á bassa og Matthías Stefánsson á fiðlu.

Gestir okkar voru þrír að þessu sinni, þau Guðrún Gunnars, Jógvan Hansen og Sigga Beinteins.

Háskólabíó var fullt út úr dyrum og mikil gleði við völd. Það hjálpaði mjög að byrja snemma að selja miða og eins að sætin eru númeruð. Við auglýstum afslátt í forsölu og þegar forsölu átti að ljúka var nánast orðið uppselt svo það tók því ekki að hækka miðana þá.
Tónleikarnir heppnuðust frábærlega og Léttsveitin sló í gegn eins og alltaf.

Efnisskrá tónleika

Léttsveitin í Háskólabíói

Vorferð á Suðurnesin

Síðan skelltum við okkur í vorferð laugardaginn 11. maí. Fyrst fórum við til Grindavíkur og sungum þar á tónleikum með Kvennakór Grindavíkur sem er ótrúlega flottur nýstofnaður kór.
 

 Eftir tónleikana gerðum við okkur svo glaðan dag í Keflavík, kíktum á Rokksafnið og lukum kvöldinu á Ránni. Að ferð lokinni hófst formlegt sumarfrí kórsins.
Stjórn fékk þó ekki fríið alveg strax heldur hófst handa við að skipuleggja nýtt starfsár. Það er margt spennandi framundan eins og jafnan.

Auglýsing Grindavík 2019.jpg

Hluti Kvennakórs Grindavíkur á sameinginlegum tónleikum kóranna. Ljósm. I.M.G

Haustið

Fyrsta æfing haustsins var mánudaginn 2.sept.

Kórkonur voru í upphafi starfsársins alls 119



Aðalfundur var haldin 23.sept. 

Fyrir fundinn var haldin kynning á ferð sem fyrirhuguð er vorið 2020 til Finnlands og Eistlands í tilefni 25 ára afmæli kórsins. Skipulagning og utanumhald hefur verið hjá Ítferðum og kom Hörður frá þeim með kynningu.
Stjórn var búin að vera að undirbúa og skipuleggja ferðina um sumarið ásamt ÍTferðum og var ramminn komin þarna. Í kjölfarið á kynningunni var síðan stofnuð ferðanefnd til að halda betur utan um ferðina og skipuleggja hana nánar.

Á dagskrá aðalfundar voru venjuleg aðalfundarstörf. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri bar upp reikninga sem voru samþykktir.
Ný stjórn tók til starfa en þær Rannveig formaður og Hrefna ritari gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Við formennsku tók Sólrún Ólína Sigurðardóttir og inn kom líka Katrín Edda Svansdóttir. Þeim Rannveigu og Hrefnu voru þökkuð góð störf í þágu kórsins.

Stjórn er því þannig skipuð starfsárið 2019-2020:
Sólrún Ólína 2.sóp formaður
Dagbjört Lára 1.sóp varaformaður
Hildur 1.sóp gjaldkeri
Berglind 2.sóp ritari
Katrín Edda 1.sóp meðstjórnandi

Stjórn 2019 talið frá vinstri: Hildur gjaldkeri, Dagbjört varaformaður, Katrín Edda meðstjórnandi, Berglind ritari og Sólrún formaður

Langur laugardagur

Um haustið var sett á laggirnar fjáröflunarnefnd til að halda utan um fjáröflun kvenna fyrir fyrirhugaða ferð til Finnlands og Eistlands.
Nefndin stóð fyrir eyrnamerktri fjáröflun fyrir jólin og tókst vel að sögn. Nefndin sá einnig um veitingar á löngum laugardegi 9. nóv og ágóði þeirrar sölu lagður í sameinginlegan sjóð kvenna. Ótrúlega ljúffeng súpa og gott brauð, sem var svo kórónað með heimabökuðum kleinum með kaffinu og sem bókstaflega var slegist um.
 
 

Miðasalan hófst 28. okt. Frá vinstri:Eva, Þóra Mínerva, Kristín og Þóra. Tónleikanefnd hafði í nægu að snúast fyrir jólatónleikana okkar og stóð sig með stakri prýði.

Jólatónleikar í Langholtskirkju

Jólatónleikarnir okkar heppnuðust alveg frábærlega vel og var uppselt á báða tónleikana.
Gestur okkar hann Helgi Björns kom sá og sigraði og ekki laust við að einhver hné hafi kikknað aðeins þegar hann gekk í salinn :) Ljúfmenni og skemmtilegur 🤩

Efnisskrá tónleika
 
Eftir tónleika voru síðan konur og karlar komin í jólafrí 🙂
Framundan er síðan skemmilegt afmælisár 2020 og nóg um að vera. 

Auglýsing fyrir jólatónleika

Auglýsing jólatónleikanna var gerð af kórsystur okkar Rúnu Þórisdóttur. Rúna lést langt um aldur fram sumarið 2020.

bottom of page