Viðtal og fréttatilkynning
7. apríl 2011 | Finnur.is
Yndislegt að vera orðinn afi en skrítið að einkasonurinn er orðinn stór, segir Bergþór Pálsson
Hver stund í lífinu er dýrmæt
Ef setja ætti saman lista yfir mest sjarmerandi menn landsins er erfitt að ímynda sér annað en að Bergþór Pálsson yrði ofarlega á blaði. Þetta geta kollegar hans úr tónlistarheiminum og fjöldamargir nemendur á borðsiðanámskeiðum Bergþórs vitnað um.
Afríkanskt hljóðfall
Næstkomandi sunnudag, 10. apríl, kl. 17 og 20, kemur Bergþór fram á tónleikum með Léttsveit Reykjavíkur í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti í Reykjavík. Suðrænn tangó og afríkanskt hljóðfall verða í fyrirrúmi á tónleikunum.
Taktur, töfrar og tilfinning eru orð dagsins og töfruð verður fram stemning eins og á heitum kvöldum New Orleans eða á víðlendum Afríku.
Kristín Jóna Þorsteinsdóttir og Kjartan Guðnason sjá um áslátt. Gunnar Hrafnsson spilar á bassa og Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó.
Bergþór er einsöngvari og stjórnandi Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Miðasala er hjá kórfélögum, hjá lettsveit@lettsveit.is og í miðasölu Óperunnar á tónleikadegi. Nánari upplýsingar í s. 897-1885
Breytingar „Bregður alltaf í brún þegar ég heyri fólk segja að það besta við afa- og ömmuhlutverkið er að hægt sé að skila börnunum,“ segir Bergþór Pálsson. — Morgunblaðið/Golli
Margrét Þorvaldsdóttir
Blaðaukar | 26. ágúst 2011
Gleðin er góð fyrir heilsuna
Sungið af gleði. 110 konur í Léttsveit Reykjavíkur og fleiri boðnar velkomnar.
Skemmtilegt starf og söngurinn er gefandi fyrir anda og efni.
Það er skemmtilegt og gefandi að vera í kór. Þetta er gefandi félagsstarf þar sem fólk sameinast í söngnum. Og í gleðinni, enda syngur enginn nema með gleði í brjósti,“ segir Margrét Þorvaldsdóttir, formaður Léttsveitar Reykjavíkur.
Mikið stendur til hjá Léttsveitinni á komandi starfsári en þar ber hæst aðventutónleika í Hörpu hinn 27. nóvember – fyrsta sunnudag í aðventu.
Venjulega hefur kórinn haldið þrenna tónleika fyrir hver jól en með því að fara í stærsta tónleikasal landsins er hægt að sameina þrenna tónleika í eina. Og af því tilefni hefur verið ákveðið að stækka kórinn enn frekar en í honum eru nú þegar 110 konur. Af því tilefni eru konur yngri en 45 ára velkomnar í inntökupróf sem haldin verða í byrjun september. Og það er til mikils að vinna. Sagt er að enginn syngi nema glaður - og gleðin er góð fyrir heilsuna. Er þetta ekki rakið dæmi?
Hlakka alltaf til æfinga
„Ég geri ráð fyrir að við munum fjölga um eins og tuttugu konur í kórnum og teljum ekki veita af,“ segir Margrét sem segir verkefni vetrarins enn vera leyndarmál. Í raun sé ekki gert uppskátt um slíkt fyrr en á fyrstu æfingum vetrarins. Venjan sé hins vegar sú að efnisskráin sé fremur á léttu nótunum – enda felist nokkur vísbending um slíkt í nafni kórsins.
„Ég hlakka alltaf til æfinga á þriðjudagskvöldum. Söngurinn er gefandi þótt hann krefjist líka nokkurs af fólki sem líka þarf að vera sæmilega lagvisst svo það nái að dafna í þessu skemmtilega starfi,“ segir Margrét sem hefur sungið með Léttsveitinni allt frá árinu 1999 – en sumar kvennanna í kórnum hafa verið með allt frá byrjun, árið 1995.
Léttsveitin „Söngurinn er gefandi þótt hann krefjist líka nokkurs af fólki sem líka þarf að vera sæmilega lagvisst svo það nái að dafna í þessu skemmtilega starfi.“ — Morgunblaðið/Golli
Fréttatilkynning í des 2011
| Tónlist |25. nóvember 2011
Léttsveitin í Hörpu
Léttsveit Reykjavíkur heldur aðventutónleika í Eldborg í Hörpu næstkomandi sunnudag kl. 16.
Alls munu 130 syngja með Léttsveitinni, en þetta eru fyrstu kórtónleikarnir sem haldnir verða í Eldborg og fyrstu jólatónleikarnir í Hörpu.
Með Léttsveitinni koma fram einsöngvararnir Valgerður Guðnadóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Ívar Helgason. Hljómsveit kórsins skipa fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir, Tómas R. Einarsson bassaleikari, Kjartan Guðnason trommuleikari og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanóleikari og hljómsveitarstjóri.
Stjórnandi á tónleikunum er Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Á dagskrá tónleikanna eru gömul og ný jólalög, en hluti dagskrárinnar er til heiðurs Ingibjörgu Þorbergs sem verður heiðursgestur Léttsveitarinnar á tónleikunum.
Tónleikar í Eldborg, fréttatikynning
Smellið á myndina til að stækka
Umfjöllun & viðtal við Jóhönnu
| Tónlist | 9. desember 2011
Krúttaraleg stemning á Ömmu engli
• Léttsveit Reykjavíkur gefur út disk
Amma engill nefnist nýútkominn diskur Léttsveitar Reykjavíkur. „
Léttsveitin er stærsti kvennakór landsins og fagnaði á síðasta ári 15 ára afmæli sínu
Okkur langaði til að gefa út disk af því tilefni. Það er hins vegar ekki hlaupið að því að fara með 120 konur í upptökustúdíó og því var farin sú leið að hljóðrita jólatónleika okkar, sem notið hafa mikilla vinsælda í gegnum árin,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona og stofnandi Léttsveitarinnar og stjórnandi frá upphafi.
„Við fengum til liðs við okkur tvær frábærar söngkonur, þ.e. Sigríði Thorlacius og Hildigunni Einarsdóttur.
Þær sungu áður saman í hljómsveitinni Glymskrattarnir og þekkjast vel, þannig að samhljómurinn í röddum þeirra er alveg yndislegur,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það er mjög krúttaraleg stemning á þessum diski sem ég held að muni höfða til margra.“
Hljóðfæraleikur er í höndum Tómasar R. Einarssonar bassaleikara, Kjartans Guðnasonar trommuleikara og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur píanóleikara sem starfað hefur með Léttsveitinni frá upphafi og útsetur fyrir kór og hljómsveit. silja@mbl.is
Jóhanna V. Þórhallsdóttir stjórnandi Léttsveitarinnar — Morgunblaðið/Sigurgeir S.