top of page

Fréttatilkynning apríl 2014

Stjórnendur Gísli Magna og Aðalheiður Þorsteinsdóttir verða við stjórnvölinn.

| Tónlist | 9. apríl 2014

Kvennafjöld í Norðurljósasal

Léttsveit Reykjavíkur heldur vortónleika í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. Sérstakir gestir verða hljómsveitin Ylja og Kolbrún Völkudóttir sem syngja mun einsöng á táknmáli.

Léttsveit Reykjavíkur heldur vortónleika í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. Sérstakir gestir verða hljómsveitin Ylja og Kolbrún Völkudóttir sem syngja mun einsöng á táknmáli. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar hljómsveitinni sem skipuð er þeim Tómasi R. Einarssyni á bassa, Kjartani Guðnasyni á slagverk og Erni Arnarsyni á gítar og Aðalheiður leikur á píanó.

Léttsveitin mun syngja íslensk lög og á efnisskránni verða m.a. „Svarthvíta hetjan mín“ og „Mamma þarf að djamma“. Gísli Magna stýrir Léttsveit Reykjavíkur sem er kór 125 kvenna og hafa sumar hverjar verið í kórnum frá upphafi en kórinn fagnar 20 ára afmæli á næsta ári.

Miðasala fer fram á midi.is, harpa.is og við inngang salarins.

Gísli og Alla 2014.jpg

Stjórnendur Gísli Magna og Aðalheiður Þorsteinsdóttir verða við stjórnvölinn.

Fréttatilkynning des 2014

 | Tónlist |6. desember 2014

Jólatónleikar Léttsveitarinnar

Léttsveit Reykjavíkur heldur tvenna jólatónleika í Langholtskirkju í dag kl. 14 og 17 undir stjórn Gísla Magna.

„Dagskrá tónleikanna verður hátíðleg, hugljúf og skemmtileg,“ segir í tilkynningu, en þar kemur fram að Léttsveitin sé stærsti kvennakór landsins með 120 konur og heldur nú upp á 20. starfsárið í vetur.

Sérstakur gestasöngvari á tónleikunum verður Anna Sigríður Helgadóttir.

Hljómsveitina skipa Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Kjartan Guðnason á trommur. Miðasala er við innganginn og hjá kórkonum.

Léttsveitin    Alls syngja 120 konur með.

bottom of page