top of page

Aðeins um kórinn

Starfsárið hjá kórnum byrjar yfirleitt fljótlega í september ár hvert.

Léttsveitin æfir í Safnaðarsal Háteigskirkju og er aðalæfing á mánudögum frá kl. 18:30-21:00 Raddæfingar eru á miðvikudögum frá kl. 17:30-19:00 og æfa raddir til skiptis annan hvern miðvikudag. 1.sóp og 1.alt æfa saman og 2.sóp og 2.alt saman.

Kórinn reynir að vera duglegur að hittast utan æfingatíma því okkur finnst mikilvægt að rækta vináttuna líka utan kórsins. Við höfum "Hamingjustund" fljótlega um haustið, svona til að hrista okkur saman, þar sem við gæðum okkur á góðum veitingum og syngjum heil lifandis ósköp.

Við erum síðan með langan æfingalaugardag í nóv og gerum síðan eitthvað skemmtilegt um kvöldið.

Kórinn heldur venjulega tvenna tónleika í desember og eina til tvenna tónleika að vori oftast í lok apríl, byrjun maí. Okkur finnst gaman að fá til okkar gestasöngvara og höfum verið svo ótrúlega heppin að fá að syngja með helstu listamönnum og konum landsins í gegnum árin. 

Eftir lok seinni tónleika í des fáum við okkur eitthvað gott að borða, spjöllum og syngjum aðeins meira áður en við höldum af stað í jólafrí. Við gerum líka það sama eftir vortónleikana og finnst okkur þessi samvera alveg ómissandi.

Kórinn fer í æfingabúðir eina helgi, oftast í mars-apríl og yfirleitt er farið eitthvað út fyrir höfuðborgarssvæðið, en þó í nágrenni þess. Þetta er frábærlega skemmtileg helgi, þar sem raddirnar skiptast á að skipuleggja og leggja línur varðandi þema helgarinnar. Eftir góða æfingatörn endum helgina á feikna fjöri þar sem hver rödd treður upp með skemmtiatriði og síðan er sungið og dansað frameftir að hætti Léttsveitarkvenna.

Kórinn hefur verið duglegur að ferðast, bæði innanlands sem og erlendis og eru oftast einhverjar ferðir á skipulaginu. Í september 2023 var kórinn í Slóvakíu og gerði góða og skemmtilega ferð þangað. Næsta ferð kórisins verður til Vestmannaeyja í maí 2024 þar sem haldnir verða einir tónleikar. 

Svo eru örugglega fleiri ævintýri í kortunum.....

bottom of page