top of page

Léttur 2023

Vorönn hófst mándaginn 9. jan og við vorum 74 konur skráðar til leiks

Vorið í myndum

328432049_574961141202370_2846272412297615141_n.jpg
329385637_889915982243270_261600007036940468_n.jpg

Hamingjustund Léttsveitarinnar haldið í febrúar. Dásamlegar veitingar og sungið og tjúttað út í eitt

334762007_151600777765632_8921191020036300461_n.jpg
335383197_216162064267918_739270176595606302_n.jpg

Æfingabúðir á Hótel Hamar í mars. Altarnir sáu um skipulagið og voru algjörlega stórkostlegar í gervi Karlakórsins Alt í lagi

330331477_2805384219595768_8645023673842260155_n.jpg

Altarnir okkar dásamlegu

329109557_548224117143550_7084651506983388727_n.jpg

Ógleymanlega tónleikanefndin

342061009_962168531480220_4640249989576598438_n.jpg
tónl 2023.jpg

Stjórn og Gísli að loknum vortónleikunum í Guðríðarkirkju í apríl.

Ýmislegt notað til að allt passi nú

Vortónleikarnir okkar voru haldnir í Guðríðarkirkju 18. & 19. apríl og var uppselt á báða. Okkar sérstaki gestur var engin önnur en Sigga Beinteins og fór hún á kostum.

Tónleikarnir hétu KONA og voru eingöngu sungin lög eftir og með konum. Frábærir tónleikar og tókust vel.

Haldin var opin æfing þann 14. september og var hún mjög vel sótt. Við erum þakklátar öllum sem komu. Við vorum ótrúlega glaðar að 14 konu ákváðu að ganga til liðs við okkar góða hóp og hlökkum til samstarfsins

Slóvakía í sept 2023

Hluti Léttsveitarkvenna, eða um 60 konur ásamt Gísla og Arnhildi, skelltu sér til Slóvakíu í sept. Yndisleg ferð í alla staði og vel tekið á móti kórnum hvar sem hann kom.

20230920_105115.jpg
20230921_131235.jpg
20230921_144602.jpg
FB_IMG_1695367566813.jpg

Eftir Slóvakíu ferðina hófst starfsárið á fullu.

Aðalfundur

Aðafundur var haldinn 27. sept.

Ný stjórn tók til starfa.

Úr stjón gengu þær Hildur Pétursdóttir, Sólrún Ólína Sigurðardóttir og Inga Lára Þórisdóttir

Í staðinn komu inn þær Hrönn Önundardóttir, Ólöf Jónsdóttir og Lucia Lund. Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir var kosin formaður.

Hamingjustund Léttsveitarinnar var haldin 6. okt. Við fengum aðstöðu í HÁS- Sköpunarsetrinu og eins og venjulega er þetta mikið gaman, sungið, spjallað og hlegið út í eitt.

386507215_10159724328403297_302752382322043210_n.jpg

Gaman á Hamingjustund

Langur æfingalaugardagur var haldinn 11. nóv og tókst mjög vel. Alltaf svo gaman á þessum degi. Unnið vel allan daginn og síðan smellt upp smá partýi með góðum mat, spjallað og sungið.

Jólatónleikar

Jólatónleikarnir okkar voru haldnir í Guðríðarkirkju 9. des og voru tvennir tónleikar eins og venjulega og var uppselt á þá báða. 

Þeir báru yfirskriftina Hvað eru jólin?

Gestur okkar að þessu sinni var Kristjana Stefáns og var alveg hreint frábær.

Efnisskrá tónleika

Nokkrar myndir fyrir og frá jólatónleikunum 

bottom of page