top of page
Concrete Wall

Léttur 2011

Fyrsta æfing vorannar var þriðjudaginn 11. janúar

 Léttur eru 110 sem byrja vorönn

Fréttatilkynningar & viðtöl 2011

Langur laugardagur var haldinn í Fóstbræðraheimilinu laugardaginn 19. mars. Frábær æfing fyrir komandi vortónleika, sem verða í Íslensku óperunni 10. apríl.

Um kvöldið var svo árshátíð Léttsveitarinnar haldin og var þemað að þessu sinni afrískt. Konur mættu uppdressaðar á afríska vísu og eftir mat og skemmtiatriði var dansinn stigin í anda kvöldsins. 
Vel heppnað kvöld í alla staði.

Vortónleikar

Vortónleikar Léttsveitarinnar voru haldnir í Íslensku óperunni sunnudaginn 10. apríl kl. 17:00 og 20:00 undir yfirskriftinni TAKTUR TÖFRAR TILFINNING.
Einsöngvari með okkur á þessum tónleikum var Bergþór Pálsson og hljóðfæraleikarar þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa, Kjartan Guðnason á trommur og Kristín Jóna Þorsteinsdóttir "Stína bongó" á slagverk.

Einnig söng ein kórkvenna Aðalheiður Stefánsdóttir einsöng.
Og auðvitað stjórnaði Jóhanna okkur með sínum einstæða takti, töfrum og tilfinningu.
Frábærir tónleikar í alla staði og má segja að á meðan úti geysaði stormur var hlýtt og notarlegt í sal Óperunnar.
               

Efnisskrá tónleikana
 

Myndir á visi.is frá tónleikunum

Landsmót Gígjunnar á Selfossi

Léttsveitin tók þátt í Landsmóti kvennakóra sem haldið var á Selfossi dagana 29. apríl - 2. maí.
Alls tóku 23 kórar þátt í mótinu og gestgjafinn var Jórukórinn á Selfossi.

Óhætt er að segja að skipulagning mótsins var framúrskarandi. Unnið var í 5 hópum þar sem kórarnir blönduðust saman. Léttsveitin skiptist í tvö hópa "Í sveiflu" undir stjórn Kristjönu Stefánsdóttur og "Flóaperlur" undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur.

Á föstudagskvöldinu eftir setningu mótsins var farið í óvissuferð á 11 rútum. Stoppað í Kerinu í Grímsnesi og hlýtt á undurfagran söng Höllu Daggar sem stóð í bát úti á vatninu og svo var varðeldur og veitingar á Úlfljótsvatni.
Á laugardeginum voru svo tónleikar allra kóranna í Selfosskirkju og Iðu. Á laugardagskvöldinu var svo hátíðarkvöldverður með góðum mat, dásamlegum skemmtiatriðum og diskó. Leyninúmer þetta kvöld var tvítugur strákur frá Þorlákshöfn, Daníel Haukur, og voru við allar dolfallnar eftir söng hans.
Á sunnudeginum sungu svo hóparnir þau lög sem voru æfði og í lokin sungu allar 600 konurnar saman fjögur lög.
Dásamleg helgi og ótrúlega skemmtileg. Það verður gaman að fara til Akureyrar að þremur árum liðnum.



Haustönn hófst þriðjudaginn 13. september

Léttur eru 131 sem byrja haustið



Léttsveitin söng við setningu ráðstefnunnar "Leiðin að beinu lýðræði á Íslandi - Svissneska reynslan og hvað getur Ísland lært" í Ráðhúsi Reykjavíkur 15. september. Sungum við þrjú lög: Þú álfu vorrar yngsta land við lag Sigfúsar Einarssonar og ljóð Hannesar Hafstein, Vorvísa eftir Bubba Morthens og Power to the people eftir John Lennon. 

Aðalfundur

Aðalfundur Léttsveitarinnar var haldinn þriðjudaginn 27. sept. Margrét Þorvaldsdóttir formaður sagði okkur frá starfinu sl. ár og Erna Hanna Einarsdóttir fór yfir ársskýrsluna. Margrét hættir sem formaður og Guðrún Narfadóttir fer einnig úr stjórn. Nýr formaður er Júlí Einarsdóttir og inn í stjórn kom líka Sigþóra Sigþórsdóttir. Síðasta verk Margrétar var að gera Ingibjörgu okkar "Bimbu" Pétursdóttur að heiðursfélaga í kórnum. 

Stjórn Léttsveitarinnar frá hausti 2011
Júlíana R. Einarsdóttir, 1. sópran, formaður 
Erna Hanna Guðjónsdóttir, 1. alt,gjaldkeri
Kristín Jónsdóttir, 1. sópran
María Stefánsdóttir, 1. alt
Sigþóra Sigþórsdóttir, 1. sópran

Júlí 2011.png

Júlí

Stjórn 2010-2011 María Stefánsd.jpg

María

Stjórn 2009-2010 Erna Hanna.jpg

Erna Hanna

Stjórn 2009-2010 Kristín Jónsd.jpg

Kristín

Stjórn 2011-2012 Sigþóra.jpg

Sigþóra

Útgáfa geisladisks

Í lok nóvember gaf Léttsveitin út jóladiskinn "Amma engill".
Þar syngur Léttsveitin ásamt Hildigunni Einarsdóttur og Sigríði Thorlacius falleg jólalög.

Aðventutónleikar í Hörpu 27. nóv 2011

Léttsveitin á aðventutónleikum í Eldborgarsal 

Léttsveit Reykjavíkur hélt sína sívinsælu aðventutónleika í Eldborgarsal Hörpu undir yfirskriftinni "Með eld í æðum" fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember kl. 16.00. 

Með Léttsveitinni að þessu sinni komu fram einsöngvararnir Valgerður Guðnadóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Ívar Helgason en þau eru öll af kynslóð ungra söngvara sem hafa getið sér gott orð í tónlistarlífi landsins. 
Hljómsveit kórsins skipuðu fiðluleikarinn Gréta Salóme Stefánsdóttir, Tómas R.Einarsson bassaleikari, Kjartan Guðnason trommuleikari og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og hljómsveitarstjóri.
Stjórnandi á tónleikunum er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. 


Á dagskránni voru gömul og ný jólalög m.a. lag eftir dr. Þórunni Guðmundsdóttur. Hluti dagskrárinnar var til heiðurs Ingibjörgu Þorbergs og söng kórinn nokkur af hennar yndislegu lögum, og jafnframt var frumflutt eftir hana nýtt lag. Ingibjörg var heiðursgestur Léttsveitarinnar á tónleikunum. 
Dásamlegir tónleikar fyrir fullu húsi og gaman að vera fyrsti kórinn (og sá stærsti) sem syngur í Hörpu.



Efnisskrá tónleikana 

Umfjöllun um tónleikana á Vísi
Viðtal við Jóhönnu og Þórkötlu á Bylgjunni 20. des

bottom of page