top of page

Jólatónleikar 2023

Léttsveit Reykjavíkur heldur tvenna jólatónleika í Guðríðarkirkju laugardaginn 9. des n.k og hefjast þeir kl. 14:30 og 17:00.Sérstakur gestur okkar er hin dásamlega Kristjana Stefánsdóttir.Stjórnandi er Gísli Magna og hljómsveitarstjórn er í höndum Arnhildar ValgarðsdótturForsala miða hefst mánudaginn 6. nóv og kostar miðinn kr. 4.600Forsölu lýkur svo 29. nóv og hækkar miðaverð í kr. 5.200Nálgast má miða hjá kórkonum og á netfanginu lettmidar@gmail.com

Opin æfing

14. september 2023

Léttsveitin hélt opna æfingu 13. september og var hún svo sannarlega vel sótt. Léttsveitarkonur þakka öllum þeim konum sem lögðu leið sína á æfinguna. Við vorum svo ótrúlega heppnar að nokkar konur ákváðu að ganga í hópinn okkar :) Á þessari æfingu var líka lokahöggið slegið á dagskrá kórsins fyrir væntanlega tónleikaferð til Slóvakíu þriðjudaginn 19. september.  

Vortónleikar 2023

​Léttsveit Reykjavíkur heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju 18. & 19.apríl n.k. og hefjast þeir báðir kl.19:30  Sérstakur gestur er hin frábæra Sigga Beinteins. Yfirskrift tónleikanna er KONA þar sem sungin verða lög sem eru þekkt fyrir að hafa verið flutt og mörg þeirra samin af söngkonum, innlendum sem erlendum. Meðal þeirra sem prýða þennan lista eru Lay Low, GDRN, Guðrún Gunnars ásamt Whitney Houston, Cyndi Lauper og Joni Mitchell, svo einhverjar séu nefndar.​Stjórnandi er Gísli Magna og hljómsveitarstjórn er í höndum Arnhildar Valgarðsdóttur. Miðasala hefst miðvikudaginn 22.mars með forsölu til 3.apríl.Nálgast má miða hjá kórkonum og á netfanginu lettmidar@gmail.comVerð í forsölu: Kr. 4.600 Eftir forsölu: Kr. 5.200

Tónleikaaugl vor 2023.jpg
bottom of page