top of page

Fréttatilkynning des 2003

| Menningarlíf | 4. desember 2003 | 

Grýlukvæði, gospellög og jólasálmar

KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykjavíkur heldur aðventutónleika í Bústaðakirkju kl. 20.30 í kvöld. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Af innlifun". Flutt verða m.a. lög eftir Jórunni Viðar, Sigvalda Kaldalóns og ýmis erlend tónskáld. Gömul Grýlukvæði, gospellög, jólasálmar og klassísk jólalög sem hafa fyrir löngu áunnið sér þegnrétt í íslenskum jólaundirbúningi, Hvít jól, Litla jólabarn.

Einsöngvari er Anna Pálína Árnadóttir og bassaleikarinn Tómas R. Einarsson verður með í för. Undirleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir og stjórnandi kórsins er Jóhanna V. Þórhallsdóttir.

Í ár lét kórinn útbúa jólakort sem ein kórkvenna, Freyja Önundardóttir myndlistarkona, hannaði. Myndin á kortinu heitir "Af innlifun". Kortin verða til sölu á tónleikunum. Allur ágóði rennur í ferðasjóð kórsins sem er á förum til í Ítalíu í lok maí á næsta ári.

Tónleikarnir verða endurteknir þriðjudaginn 9. desember kl. 20.30.

Picture7.jpg
bottom of page