top of page

Léttur 2024

Starfsárið hófst þann 8. janúar

 

Konur voru 85 við upphaf ársins

Í byrjun febrúar skelltum við okkur á Singalong í Bíó Paradís og sáum myndina Með allt á hreinu. Það var mikið gaman og vel mætt. Eftir myndina fór góður hópur kvenna á næliggjand bar þar sem búið var að bóka singalong herbergi fyrir hópinn og þar var haldið áfram að syngja og skemmtu konur sér langt fram eftir kvöldi. 

 Æfingabúðir í Reykjavík

12.-13. apríl

Æfingabúðirnar voru að þessu sinni haldnar í Reykjavík í æfingasalnum okkar í Háteigskirkju.

2.sópran sá um skipulag og utanumhald og gerði það auðvita alveg frábærlega.

 Deginum lauk síðan með góðum mat, skemmtiatriðum frá hverri rödd og smá tjútti.

Góður dagur þó Gísli okkar hafi átt í smá vandræðum með að lýsa morgunleikfiminni!

Gigg hjá Oddfellow

Við höfðum verið beðnar um af einni stúkunni hjá Oddfellow að koma og syngja hjá þeim eftir fund.

Það var dágóður hópur kvenna sem skundaði af stað og úr varð góð og ánægjuleg stund.

Vortónleikarnir okkar voru haldnir í Guðríðarkirkju 5. & 6. maí þar sem fluttar voru perlur eftir íslenska karlhöfunda.

Efnisskrá tónleikanna

Lett-vor.jpg
Vor3.jpg
Handagangur í öskjunni
Fallegu kórsystur
Hópurinn ásamt Gísla,Arnhildi og hljómsveit
Diddi að taka lokaæfingu í eldhúsinu
Gleðigjafinn Páll Óskar

Frá vortónleikunum. Smellið á myndir til að stækka.

Haustönn hófst mánudaginn 9. september.

Léttsveitarkonur voru 98 þetta haustið

 

 

 

 

Við buðum upp á opna æfingu 16.sept þar sem 17 nýjar konur bættust í hópinn okkar. 

​Haustið litaðist að miklu leiti af undirbúningi að 30 ára afmæli kórsins 2025. Stjórn ákvað af tilefninu að farið yrði í ferð innanlands að vori og varð norður og norðausturland fyrir valinu. Skipuð var afmælisnefnd sem sá um undirbúning.

​​

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur var haldinn 23. sept. Ólöf Jónsdóttir gekk úr stjórn og inn kom Auður Aðalsteinsdóttir. Að öðru leiti var stjórn óbreytt.

 

 

Hamingjustund var haldin að hætti Léttsveitarkvenna í HÁS-sköpunarsetri í byrjun okt og var vel sótt. Þar var sungið eins og vindurinn við undirleik Arnhildar og söngþyrstar héldu áfram í karioki fram eftir kvöldi.

 

 

 

 

Seinnipart október tóku um 40 Léttur þátt í einstökum viðburði í Hörpu þar sem frumflutt var kórverk eftir Viktor Árnason við lok ráðstefnunar Hringborð norðursins / Artic Circle. Verkið var innblásið af óði til náttúrunnar. Sellóleikarar Sinfóníunnar ásamt hinum heimsfræga sellóleikara Yo-Yo Ma, einsöngvurum og 200 öðrum kórsöngvurum fluttu þetta dásamlega verk og óhætt að segja að þetta hafi verið einstök upplifun.

​​

​​

 

 

 

Langur laugardagur var haldinn í byrjun nóv í Borgum í Grafarvogi og gekk vel.

​​

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólatónleikar voru haldnir í Guðríðarkirkju 30. nóv og báru yfirskriftina Vetrarsól og er þar vísað í fallega lagið hans Gunnars Þórðar við texta Ólafs Hauks Símonarsonar.

Við stokkuðum aðeins upp í hljómsveitarhefðinni og höfðum að þessu sinni aðeins strengjasveit sem ásamt Arnhildi meðleikara sköpuðu töfrandi stemmingu og var virkilega gaman að syngja við þessa nýju tóna. Gestasöngvarinn okkar að þessu sinni var Gissur Páll Gissurarson en einnig söng Hrefna Hrund Erlingsdóttir sem var í fríi frá kórastarfinu, einsöng í laginu Ein sú nótt.

​​​​​​​​​Við slúttuðum árinu 7. des með jólaballi sem afmælisnefndin stóð fyrir í safnaðarsal Háteigskirkju þar sem kórkonur lögðu til á kaffiborð og börn og aðallega barnabörn gengu síðan kringum jólatréð. Stúfur kíkti við með góðgæti í pokanum sínum og öll fóru heim sæl og glöð.

FB_IMG_1726470689331.jpg
afmæisnefnd.jpg

Afmælisnefndin okkar frábæra. Talið frá vinstri:

Urður Njarðvík, Agnes Braga Bergsdóttir, Margrét Þorvaldsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Særún Ármannsdóttir.

Stjórn 2024-2025.jpg
hamingjustund1.jpg
hamingjustund.jpg
yo yo ma.jpg
VetrarsólFeed.jpg
jólaball.jpg
jól.jpg
pallanefnd jól.jpg

Hin ýmsu verkefni pallanefndar!

bottom of page