top of page

Léttur 2024

Starfsárið hófst þann 8. janúar

 

Konur voru 85 við upphaf ársins

Í byrjun febrúar skelltum við okkur á Singalong í Bíó Paradís og sáum myndina Með allt á hreinu. Það var mikið gaman og vel mætt. Eftir myndina fór góður hópur kvenna á næliggjand bar þar sem búið var að bóka singalong herbergi fyrir hópinn og þar var haldið áfram að syngja og skemmtu konur sér langt fram eftir kvöldi. 

 Æfingabúðir í Reykjavík

12.-13. apríl

Æfingabúðirnar voru að þessu sinni haldnar í Reykjavík í æfingasalnum okkar í Háteigskirkju.

2.sópran sá um skipulag og utanumhald og gerði það auðvita alveg frábærlega.

 Deginum lauk síðan með góðum mat, skemmtiatriðum frá hverri rödd og smá tjútti.

Góður dagur þó Gísli okkar hafi átt í smá vandræðum með að lýsa morgunleikfiminni!

Gigg hjá Oddfellow

Við höfðum verið beðnar um af einni stúkunni hjá Oddfellow að koma og syngja hjá þeim eftir fund.

Það var dágóður hópur kvenna sem skundaði af stað og úr varð góð og ánægjuleg stund.

Handagangur í öskjunni
Fallegu kórsystur
Hópurinn ásamt Gísla,Arnhildi og hljómsveit
Diddi að taka lokaæfingu í eldhúsinu
Gleðigjafinn Páll Óskar

Frá vortónleikunum. Smellið á myndir til að stækka.

bottom of page