top of page
2010 fréttatilkynning 15 ára.jpg
2010 viðtal Margrét Þorvaldsd. fréttatilkynning.jpg

Fréttatilkynning

2010 Umfjöllun.jpg

Umfjöllun

Viðtal við Margréti Þorvalds

| Tónlist |  5. maí 2010| 1 mynd

120 kvenna kór syngur í Háskólabíói

Léttsveitin fimmtán ára

LÉTTSVEIT Reykjavíkur er með stærstu kórum, ef ekki sá stærsti hér á landi með 120 konur. Á þessu ári fagnar Léttsveitin fimmtán ára afmæli sínu og hefur afmælishátíðina með tónleikum í Háskólabíói næstkomandi laugardag kl. 17:00.

Stofnandi Léttsveitar Reykjavíkur er söngkonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir sem segir að það hafi ekki verið markmið í sjálfu sér að vera með svo fjölmennan kór, það hafi bara þróast svo. "Við vorum bara fimmtíu fyrsta árið, en svo vorum við allt í einu orðnar hundrað en svo eignuðumst við 120 stóla og síðan hefur það verið takmarkið að vera með 120 í kórnum. Við byrjum í það minnsta alltaf 120 á hverju hausti. Við sjáum til hvað gerist ef við eignumst fleiri stóla.“

Efnisskrá Léttsveitarinnar verður til hjá Jóhönnu á hverju hausti og sl. haust valdi hún bjartsýnis- og baráttulög, sem hún segir viðeigandi í ljósi þess hvernig ástandið er í þjóðfélaginu. Þessa efnisskrá flutti léttsveitin í Hóladómkirkju sl. föstudagskvöld og í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík á laugardag, en hún söng líka sjómannalög í Grindavík fyrir stuttu. „Við erum búnar að syngja svo mörg prógrömm, eigum svo mikinn sjóð að sækja í,“ segir Jóhanna.

Í Háskólabíói fær Léttsveitin Álftagerðisbræður í heimsókn og hljómsveit til undirleiks. Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa, Kjartan Guðnason á trommur og Kjartan Hákonarson á trompet.

Picture26.jpg

Léttsveit Reykjavíkur fagnar fimmtán ára afmæli á laugardag.

Andlátstilkynning Eyglóar Eyjólfs

 Innlendar fréttir |30. september 2010 | 1 mynd

Andlát

Eygló Eyjólfsdóttir, fyrrverandi skólameistari Borgarholtsskóla, er látin, 66 ára að aldri. Eygló fæddist í Reykjavík 28. nóvember árið 1943. Foreldrar hennar eru Eyjólfur Guðmundsson, fyrrverandi kaupmaður, og Svanfríður Þorkelsdóttir húsmóðir.

Eygló Eyjólfsdóttir, fyrrverandi skólameistari Borgarholtsskóla, er látin, 66 ára að aldri.

Eygló fæddist í Reykjavík 28. nóvember árið 1943.

Foreldrar hennar eru Eyjólfur Guðmundsson, fyrrverandi kaupmaður, og Svanfríður Þorkelsdóttir húsmóðir.

Eygló útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963. Hún stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og Þýskalandi en lauk BA-prófi í þýsku við Háskóla Íslands árið 1969. Árið 1971 lauk hún námi í uppeldis- og kennslufræðum við HÍ og útskrifaðist með MA-gráðu í skólastjórnun frá Minnesotaháskóla árið 1991.

Eygló kenndi um hríð við Vogaskóla og Gagnfræðaskóla Garðahrepps. Árið 1970 hóf hún störf við Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem hún starfaði allt til ársins 1994. Á þeim tíma hafði hún gegnt starfi þýskukennara, áfangastjóra og konrektors skólans.

Eygló tók við stöðu fyrsta skólameistara Borgarholtsskóla árið 1995 og gegndi þeirri stöðu í sex ár. Fyrsta árið starfaði hún við menntamálaráðuneytið við undirbúning og skipulagninu skólans og hafði Eygló mikil áhrif á mótun þessa nýja skóla.

Síðustu árin fyrir starfslok starfaði hún sem sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Eygló var einnig höfundur (ásamt öðrum) kennsluefnisins Þýska fyrir þig, sem Mál og menning gaf út.

Eygló var mjög virk í félagsstörfum og má þar nefna að hún var stofnfélagi og í fyrstu stjórn Brúar, félags áhugafólks um þróunarlöndin, formaður kennarafélags MH, formaður Félags þýskukennara, í stjórn Delta Kappa Gamma, félags kvenna í fræðslustörfum, og formaður Gammadeildar. Þá starfaði hún um árabil með Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur.

Árið 1974 til 1977 tók Eygló sér frí frá kennslustörfum og dvaldi með fjölskyldu sinni í Kenýa þar sem eiginmaður hennar starfaði við þróunarstörf.

Eftirlifandi eiginmaður Eyglóar er Steinarr Höskuldsson viðskiptafræðingur. Eygló og Steinarr giftust árið 1965 og eignuðust tvö börn, þau Höskuld, f. 1968, og Gunnhildi, f. 1975. Barnabörn þeirra eru sjö talsins.

bottom of page