Gísli Magna
kórstjóri
Stjórnandi Léttsveitarinnar frá hausti 2012 er Gísli Magna.
Gísli stundaði píanónám sem barn í Tónmenntaskólanum í Reykjavík. Eftir stúdentspróf hóf hann nám í Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Síðar nam hann nám tónmenntakennslu í Tónlistarskólanum í Reykjavík.Um tíma nam hann söng við Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi. Árið 2007 hóf hann nám við The Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan með diplómu þremur árum síðar.Gísli hefur sungið m.a. með Schola cantorum í Reykjavík, kór Langholtskirkju,Kammerkórnum Carminu, sönghópnum Grímu, Reykjavík 5, Bjargræðiskvartettinum, tekið þátt í uppfærslum í Íslensku Óperunni, Borgarleikhúsinu, Broadway/Hótel Ísland , sungið bakraddir í Eurovision auk þess að hafa sungið sem bakraddasöngvari inn á fjöldann af geisladiskum.
Í seinni tíð hefur hann lagt aukna áherslu á söngkennslu, útsetningar og að semja tónlist,sem meðal annars hefur verið flutt í Danmörku, London, Hollandi, Kanada og í Portúgal.Hann var aðalútsetjari fyrir skemmtiþáttinn AllStars á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2.Á Íslandi var hann útsetjari fyrir jólatónleikana Frostrósir Klassík. Í Kaupmannahöfn stjórnaði hann um tíma íslenska kórnum Stöku, Kvennakór Kaupmannahafnar og danska kórnum Carmen Curlers. Hann stjórnaði einnig um tíma Íslendingakórnum í London.