top of page

 

 

 

 

Fréttatilkynning apríl 2012

 

 

 

 

| Finnur.is | 19. apríl 2012

Léttsveitin syngur revíulög

 

 

Svanasöngur Jóhönnu 

 

Léttsveit Reykjavíkur syngur af hjartans lyst . Lög úr söngleikjum á dagskránni.

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur tvenna tónleika í Gamla bíói í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14 og 17. Í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Guðmundar Sigurðssonar, sem var einn fremsti revíu- og gamanvísnahöfundur Íslands á 20. öld, og í tilefni þess verður yfirskrift þessara tónleika Revíur og rómantík.

Á dagskránni verða einnig lög frá stríðsárunum og nýrri dægurlög eftir þau Ragnhildi Gísladóttur, Bubba og Mugison ásamt íslenskum sönglögum sem minna okkur á sumarkomuna.

Einsöngvarar eru tvær ungar söngkonur, Kristín Birna Óðinsdóttir sem var fulltrúi Póstsins og söng svo skemmtilega til styrktar Geðhjálp um jólin síðustu og Lilja Björk Runólfsdóttir sem er útskrifuð úr djassdeild F.Í.H. og leggur stund á tónsmíðanám í Listaháskóla Íslands.

Hljómsveit kórsins skipa, auk Aðalheiðar Þorsteinsdóttur píanóleikara, þeir Gunnar Hrafnsson, bassaleikari og Kjartan Guðnason trommuleikari.

Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Þess má geta að þetta verða síðustu tónleikar Jóhönnu með Léttsveitinni en hún lætur nú af störfum eftir 17 ára farsælt starf sem stjórnandi.

Fréttatilkynning des 2012

Tónlist | 6.desember 2012

Fögnum í dag í Langholtskirkju 

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 20 og laugardaginn 8. desember kl. 16. Einsöngvari er Hulda Björk Garðarsdóttir og á dagskránni verða gömul og ný jólalög.

Tónleikarnir bera yfirskriftina Fögnum í dag! og eru þeir fyrstu undir stjórn Gísla Magnasonar, en hann tók við stjórnartaumum sl. haust þegar Jóhanna V. Þórhallsdóttir stofnandi kórsins sneri sér að öðrum störfum.

Hljómsveitina skipa Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og hljómsveitarstjóri, Kjartan Guðnason trommuleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari.

Miðaverð er 2.800 krónur.

Glæsilegar
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur hefur starfað frá árinu 1995.

bottom of page