top of page
Fréttatilkynning
Fréttatilkynning
Fréttatilkynning des 2009
| Innlendar fréttir | 8. desember 2009
„Jólasól heims um ból“ í Bústaðakirkju
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur aðventutónleika 8. og 12. desember í Bústaðakirkju. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Jólasól heims um ból“. Einsöngvari á tónleikunum verður Kristján Jóhannsson. Að vanda verður bassaleikarinn Tómas R. Einarsson með í för en einnig Hjörleifur Valsson fiðluleikari. Undirleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir og stjórnandi kórsins er Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
— Morgunblaðið/Kristinn
bottom of page