top of page
2006 Viðtal Freyja.jpg

Fréttatilkynning

Viðtal við Freyju Önundardóttir

Tilkynning

 

Jóhanna V. Þórhallsdóttir

| Fjölmiðlar | 23. apríl 2006 

Heimildarmynd um Léttsveit Reykjavíkur

120 kvenna kór 

Það er nóg um að vera í kórastarfinu.

KÓRINN er heimildamynd eftir Silju Hauksdóttur um Léttsveit Reykjavíkur sem er 120 kvenna kór. Kórastarf er ær og kýr fjölda Íslendinga og í þessari heimildamynd er skyggnst bak við tjöldin hjá einum kór og skoðað hvað það er sem dregur saman gjörólíka einstaklinga til sameiginlegra átaka og þeirrar upplifunar sem söngurinn veitir. Áhorfendur fá innsýn í gleði og sorgir kórfélaga og sjónum er beint að þeirri samstöðu, vináttu og miklu skemmtun sem kórfélagar fá út úr starfinu. Í myndinni fá áhorfendur að kynnast nokkrum kórfélögum, persónulegum högum þeirra og bakgrunni. Þá er slegist í för með kórnum til Veróna, Feneyja og í útilegu í Galtalæk.

Kórinn er á dagskrá Sjónvarpsins klukkan 20.10.

 

Fréttatilkynning

 

| Tónlist | 16. maí 2006

Heitar frá Havana.

KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykjavíkur heldur vortónleika í Langholtskirkju í kvöld, þriðjudaginn 16. maí og föstudaginn 19. maí og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20.30.

Á tónleikunum verða m.a. flutt lög eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Þá verða flutt tvö lög eftir Tómas R. Einarsson við eigin texta. Einnig verða flutt nokkur tónverk sem Hróðmar I. Sigurbjörnsson samdi sérstaklega fyrir Léttsveitina við ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur í tilefni af tíu ára afmæli kórsins í fyrra. Þessi ljóð orti Ingibjörg þegar hún bjó á Kúbu fyrir um það bil 30 árum.

Á dagskránni eru líka spænsk og kúbönsk lög í anda Léttsveitarinnar enda kórinn nýkominn heim úr vel heppnaðri tónleikaferð frá Havana á Kúbu, þar sem hann tók þátt í alþjóðlegu kóramóti.

Stjórnandi kórsins er Jóhanna V. Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Ásgeir Steingrímsson, trompetleikari, Eggert Pálsson, slagverksleikari, Tómas R. Einarsson, bassaleikari og Kristín Jónsdóttir, Stína bongó, slagverksleikari, munu ennfremur leika undir á tónleikunum.

bottom of page