top of page
3D Balls in Rainbow Background

Bragur um Gísla
Eftir Ingibjörgu M. Gunnlaugsdóttur
Lag: Nína

Núna ertu okkar, Gísli.

Léttsveitin hún rokkar, Gísli

Ó gefðu okkur tóninn, Gísli

og þú veist við munum aldrei aftur,

við munum aldrei,

aldrei aftur aldrei aftur syngja falskan tón.

 

Það er þraut að stjórna, konum,

mæta hundrað óskum, vonum.

Þótt allar vilji hlýða honum

og lofa að syngja aldrei aftur

syngja aldrei, aldrei aftur

aldrei aftur syngja falskan tón.

 

Þegar þú á æfingunum lætur okkur syngja út

hrekkur Gutti litli ævinlega´í kút

því að útrás hundrað kvenna dáldið mikil er.

Er ég blasta! Gísli, ertu viss um þetta hér?

Vöðvaminnið, stundum soldið erfitt reynist mér.

 

Alla er best við píanóið,

í hléi´ég verð að skreppa´ á klóið.

Æfingin er æði hjá þér!

Þegar þú á æfingunum lætur okkur syngja út

Í burtu hverfur sérhver sorg og sút

því í söngnum finn ég dívuna í sjálfri mér.

Er ég blasta! Gísli, mikið djöfull er ég góð!

Hundrað Léttur, með mér mega syngja þetta ljóð.

 

IMG í sept 2013

3D Balls in Rainbow Background

Bragurinn hennar Bimbu
Grundarfjarðarbragur

Sungið við Ship og hoj
(Sjómannslíf draumur hinn djarfa manns)

 

Léttsveitin Léttsveitin til Grundarfjarðar fór 
Löggunni eiða sór lokkandi kvennakór 
Léttsveitin Léttsveitin heillandi og syngur vel 
Laglegar þær ég, ég tel löggum varð ekki um sel

Viðlag:
Léttsveitin Léttsveitin 
Lífsglaður kvennaher 
Léttsveitin léttsveitin 
Langbest á Íslandi er 


Lögreglukórinn fór óðar í trans 
Og Léttsveitinni bauð strax upp í dans 


Léttsveitin Léttsveitin 
Lífsglaður kvennaher 
Léttsveitin Léttsveitin 
Langbest á Íslandi er

Þær dönsuðu og skemmtu sér hressar sem venja er 
en sálfræðingsorðspor fer hnignandi vestur hér 
því súludans súludans fóru þær sumar í 
og sungu í karókí enginn mun gleyma því

Viðlag : 
Léttsveitin Léttsveitin 
Lífsglaður kvennaher o.s.frv.

Hugrökku hetjurnar vildu nú sjóinn á 
Úr hópnum þá sumum brá Hræddust víst úfinn sjá 
Hópurinn hughrausti óhræddur fór á stjá 
Í Hólminn þær héldu þá Þar Særún við bryggju lá

Viðlag: 
Ship og hoj ship og hoj 
Þær hræðir ei aldan há 
Ship og hoj ship og hoj 
Þær heillast af úfnum sjá 


Þær syngja og hoppa og hlægja svo dátt 
Helst þegar aldan rís ógnandi hátt 


Ship og hoj ship og hoj 
Þær hræðir ei aldan há 
Ship og hoj ship og hoj 
Þær heillast af úfnum sjá

Á haf út þær héldu nú langt út á Breiðafjörð 
Hin hugdjarfa kvennahjörð Hetjur á sjó og jörð 
Sælar þær sýndu hvor annarri vinarþel 
Snæddu svo fisk úr skel Og skemmtu sér voða vel

Viðlag: 
Ship og hoj ship og hoj 
Þær hræðir ei aldan há o.s.frv.

IP maí 2001

Ingibjörg Pétursdóttir

3D Balls in Rainbow Background

Gömlu góðu dagarnir
Lag: Undir stóra steini eftir Jón Múla 


 

Það var eitt sinn agnarlítill skemmtikór
sem elfdist mjög og varð svo stór.
Haustið ´95 og hann hét Léttsveitin
og Jóhanna var stjórnandinn

Við ferðuðumst til útlanda og líka innanlands
já, ýmsir vildu vera með í þessum kvennafans.
Oft á kvöldin reikar aftur hugurinn
er hittumst við á Ægisgötu og svo seinn´ í Ými,
skemmtilegur tími,
ennþá það ég finn,
minningarnar streyma um huga minn.

Aðalheiður spilaði á hljóðfærið
og græn´og rauða kjóla fengum við.
Við sungum oft í kirkjum og í afmælum,
á tónleikum, svo vinsælum.
Við unnum stundum fyrir kórinn alls kyns nefndarstörf
gjaldkeri eða raddformaður - ef að þess var þörf.
Oft á kvöldin reikar aftur hugurinn
er hittumst við á kóræfingum, það var góður tími,
á Ægisgötu og Ými,
ennþá það ég finn,
minningarnar streyma um huga minn.

Ferðalögin föst eru í huganum
er ferðuðumst í rútunum.
"Bolluvík" og Akureyri, Borgarfjörð
brjálað veður, alhvít jörð.
Flestar fóru í kuldagalla ef að þeim var kalt
en kannski er ein á samfellunni, dansandi út um allt.
Oft á kvöldin reikar aftur hugurinn
er hittumst við á þriðjudögum, það var góður tími,
á Ægisgötu og Ými,
ennþá það ég finn,
minningarnar streyma um huga minn.


GHH(feb. 2002)

Gerður Hulda Hafsgteinsdóttir

3D Balls in Rainbow Background

Bréf frá Léttu
 


 

Bréf frá Léttsveitarkonu um tónleikana Fljóð og funi.

Kæru þið.
Það kom að því að ég ætti erindi við alla Léttsveitina eins og hún leggur
sig. Ég hef nefnilega dálítið að segja sem kemur ykkur líklega ekki mjög á
óvart en samt....

Ég hef verið félagi í Léttsveitinni frá upphafi vega. 1995 byrjaði það.
Síðan þá hef ég sungið með á öllum tónleikum kórsins og tekið þátt í
ótalmörgum uppákomum hér og þar. Það sem ég hafði hins vegar aldrei gert
fyrr en á laugardagskvöldið síðasta, var að vera áhorfandi og hlustandi á
tónleikum. Um þessa reynslu verð ég að tjá mig örlítið.

og þá hefst sagan.

Á ég, á ég ekki, á ég, á ég ekki???? Jú ég verð.... ég get ekki bara legið
hér í mínu hitamóki og leiðindum á meðan félagarnir í Léttsveitinni eru að
syngja, verð að fara..... sturta, einhver föt, múta litla syninum til að
koma með mér, allt í lagi, kaupi karamellur, banna honum að hósta á meðan.
Kem fyrst og sest á besta stað þó ekki fyrir miðju ef ég fengi hóstakast.
Fyrir aftan mig setjast fljótlega hjón. Þau lesa dagskrána og spjalla saman.

Hún: Þetta eru nú meiri textarnir, hvernig getur hún (sú sem þau voru komin
til að sjá) lært þetta allt saman? Þetta gæti ég aldrei.
Hann: Já þetta er nú meira, þetta er einhver finnska eða eitthvað...Zakukala
zesulenka og svo hérna Slavikovský ploencko malý!!! Hvernig er þetta hægt.
Hún: Hún ....mín er aldeilis klár.

.... og áfram héldu þau.

Svo rann stundin upp. Ég var nú bara alveg róleg, tiltölulega ósnortin, veit
ekki eiginlega við hverju ég bjóst. Kannski var ég bara þarna af gömlum
vana. Maður bara mætir meðan fært er.
En... þegar þið.. já þið, hófuð inngönguna í salinn.. í rauðu kjólunum
ykkar... ótrúlega léttar í framkomu og brosandi... þá byrjaði ævintýrið.
Frá þeirri stundu og allt til lokatónanna var ég stoltasta manneskjan í
salnum. Ég fann í fyrsta skipti á 8 árum fyrir ekta gegnheilu stolti yfir
því að vera hluti af þessum kór.
Af hverju tók ég ekki mömmu með, já og allar vinkonurnar og frænkurnar og
þeirra menn og börn.......

Kannski þurfti ég að sjá kórinn og heyra án þess að vera þátttakandi.
Kannski er kórinn orðinn svona frábærlega góður.
Kannski hefur framkoman breyst.
Kannski eitthvað annað sem ég get ekki skilgreint.
Kannski allt þetta.
Allavega.. það sem snerti mig mest og best var ÞEGAR kórinn var glaðlegur,
léttur og brosandi. Þá fannst mér sem hann kæmi og faðmaði mig. Mér hlýnaði
allri. Mér þótti einnig gott að sjá konurnar vera á hreyfingu og það var
léttir að sjá að það var meira rými fyrir hverja og eina en oft áður. Það er
stessandi að horfa á kór sem er of þröngt um. Ég fann að ég myndi vilja sjá
meira þannig að konunum væri dreift um, bil á milli eða etv í litlum hópum
hér og þar.

Þegar hins vegar rólegri lögin voru sungin, varð kórinn allur alvarlegri. Þá
var eins og hann fjarlægðist mig, drægi sig til baka, hyrfi kannski
svolítið. Það var ekki alveg eins hrífandi.

Söngurinn skiptir vissulega miklu máli og því betur sem við reynum að þjálfa
og temja röddina okkar því betri kór auðvitað. Hitt er samt alveg örugglega
ekki bull, að framkoma hvers einstaklings fyrir sig hefur jafn mikið að
segja. Brosið og það að vera afslöppuð og mjúk í hreyfingum gerir
kraftaverk.

Ég sá einnig greinilega (gott á mig) hversu mikils virði það er að kórinn er
ekki með bækur, allavega ekki á tónleikum. Það bara passar þessum kór vel að
vera ekki með bækur. Maður sér mjög vel úr áhorfendasætunum þær sem eru að
stelast og verst er þegar ein er með bók og sú sem stendur við hlið hennar
öfugu megin, snýr höfðinu til að reyna að lesa textann hjá hinni. Það er
hrikalegt. Maður finnur stressið alla leið á aftasta bekk.

Dansinn var hreint frábær. Mátulega miklar hreyfingar, tók ekkert frá
söngnum heldur undirstrikaði um hvað hann fjallaði. Hanna og Lella voru
öruggar, flottar, sexy og ég varð aftur svooooo stolt, þó svo ég hefði
hreint ekkert með þetta að gera.
Einsöngur og hljóðfæraleikur var allur ótrúlega frábær og skemmtilegur á að
hlýða. Ég steingleymdi stund og stað, ég kallaði júúhúú og BRAVO og stappaði
og klappaði, reyndar af hálfveikum mætti en nóg til þess að sonur minn
dauðskammaðist sín fyrir mig og vildi bara fara.

Ég raulaði mig í svefn....
masquenadaslavikovskynebudemezakukala..ká.....ZZZZZZZZZZ

Hrund Helgadóttir

3D Balls in Rainbow Background

Bréf frá Léttu
 


 

Kópavogi 12. maí 2002.

Elsku, bestu, meiriháttar æðislegu Léttsveitarkonur.

Í gær varð ég fyrir þeirri einstöku lífsreynslu að fara í fyrsta skipti á tónleika með Léttsveitinni. Og hvílík upplifun. Ef ég hef einhvern tímann efast um ágæti þessa kórs hvarf það eins og dögg fyrir sólu í gær. Alveg frá fyrstu tónum til hins síðasta var ég í einskonar vímuástandi og er eiginlega enn.

Innkoma kórsins var ótrúlega skemmtileg með Dunnu í þessu fína gervi, engin brussulæti þegar þessi stóri kór raðaði sér á pallana og söngurinn ljúfur og góður. Síðan eru sungin þessi einstaklega ljúfu Jónasarlög og þá heyrðist vel hvað hljómurinn í kórnum er orðinn góður og skemmtileg gestaþraut fyrir áhorfendur að reyna að átta sig á því hver syngur hvaða rödd.

Svo kom Vorvísan - Tindafjalla sem búið er að stagglast á í allan vetur frá æfingabúðum og hefur eiginlega aldrei gengið almennilega upp á æfingum en þarna sýndi sig að það borgar sig fyrir Jóhönnu að gera okkur vitlausar með því að fara aftur og aftur í það sama og Slá, slá, slá....þetta inn í hausinn á okkur. Þetta lag var algjört bravör, hvergi feilnóta, sláið akkúrat og ekkert auka tra. Húrra fyrir ykkur.

Síðan koma Jeg lagde min gård sem var fínt og dadúda í Spurven jafnpottþétt og sláið í vorvísunni. Annað bravó. Varmlandið flott svona acapella og Visan ljúf og yndisleg.

Og þá er komið að fyrra finnska laginu með Birnu og Ásu í einsöngnum. Eftir að hlusta á það lag var mér allri lokið, gráti næst með gæsahúð um allan líkamann. Þetta lag var svo vel sungið að þó maður skilji ekki baun í textanum skilur maður fegurð þess. Yndislegt, yndislegt. Hmmm.....

Kalliolli stendur alltaf fyrir sínu, er og verður alltaf eitt af mínum uppáhaldslögum. Og svo koma rússnesku lögin sem voru hress og skemmtileg, þó mér finnst alltaf einhver drungi yfir Kvöldi í Moskvu, ekki eins gaman að hlusta á það og að syngja það.

Og svo kemur Jóhanna og syngur sinn söng. Mér hefur alltaf fundist Jóhanna góð söngkona og hún söng þetta lag af snilld. Alltaf þegar Jóhanna syngur langar mig að heyra meira. Takk Jóhanna.

Stolnu stefnin hans Tomma er okkar lag og ég held að Tommi hafi með þessu innleggi sínu fengið formlega inngöngu í Léttsveitina.

Vegir liggja til allra átta vel sungið og síðan Pedro Romero sem var krúttlegt og skemmtilegt og hér sýnir Léttsveitin sína sönnu takta í túlkun. Líflegt og flott. Í skovens dype rennur ljúft inn. Og í Aften lygni ég aftur augunum, renn inn í sólarlagið og eins og Védís orðaði það var ég eins og herónínsjúklingur eftir góða sprautu á svipinn, sem sagt í sæluvímu.

Og í den lysegronne gat ég ekki hamið mig og söng hástöfum með, manninum við hliðina á mér til mikilliar mæðu. Hann var löngu hættur að skilja hvaða geðsjúklingur þetta var sem sat við hliðina á honum og gat engan veginn hamið sig. Vorvísa Hallbjargar flott í aukalagi og svo að fá aftur að syngja den lysegronne. Þá var stolt mitt og geðshræring yfir þessum frábæra kór orðið svo mikil að mig langaði til að standa upp og hrópa: Hverjar eru bestar - Léttsveitin, Léttsveitin, Léttsveitin....Ég er ekki viss um að Jóhanna hefði orðið glöð með það og rekið mig úr kórnum med det samme.

Og niðurstaðan. Takk, takk, takk fyrir frábæra tónleika og ég sem var hætt við að fara með til Danmerkur skipti snarlega um skoðun á miðjum tónleikum og hugsaði með mér. Ég verð að taka þátt í því að heilla Dani og Svía upp úr skónum því við erum svo sannarlega æðislegar.

Kveðja frá einni í sæluvímu,

Silla, 2. alt

3D Balls in Rainbow Background

Léttsveitarkona
Texti.:Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir
Lag.:Mollí Malone


 

Hún sinnti húsmóðurverkum
og hokin hún gekk um
þegar hugljómun laust niðrí kollinn eitt kvöld
því yfir pottum og pönnum
og pottorma önnum
hún þráði´að syngja, já syngja
með konum í kór,


með konum í kór
með konum í kór.
Hún þráði að syngja, já syngja,
með konum í kór.

Þá var í Jóhönnu að hringja.
"Hanna má ég með syngja?
Því létta ég þarf mína lund, það veit guð!"
Og Hanna svaraði´að bragði
og áherslu´á lagði:
"Þú skalt sko syngja, já syngja,
bæði sópran og alt,


bæði sópran og alt,
bæði sópran og alt,
Þú skalt sko syngja, já syngja,
bæði sópran og alt".

Nú hún stekkur úr stólnum
og sveiflar létt kjólnum
og húsverkum sinnir af gleði hvern dag.
Því að Léttsveitarkona
hún er bara svona
því hún syngur, já syngur
í Léttsveitarham.


Í Léttsveitarham.
í Léttsveitarham
því hún syngur, já syngur 
í Léttsveitarham.

IMG

bottom of page