Vetrarsól er yfirskrift tónleika Léttsveitarinnar í Guðríðarkirkju 30. nóvember
kl. 14:30 & 17:00
Við syngjum inn desember með mörgum okkar uppáhalds jólalögum í bland við nokkur önnur eftirlætislög.
Stjórnandi er Gísli Magna.
Sérstakur gestur okkar er Gissur Páll Gissurarson.
Með Léttsveitinni leikur að vanda einvala lið tónlistarfólks.
Ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur píanóleikara leikur strengjasveit skipuð þeim Chrissie Telmu Guðmundsdóttur og Heklu Finnsdóttur, fiðla, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, víóla, og Júlíu Mogensen selló.
Miðaverð er kr. 4800.
Miðasala hefst mánudaginn 28. október og miða má nálgast hjá kórkonum og á netfanginu lettmidar@gmail.com
Hamingjustund Léttsveitarinnar er nafnið á kórpartíunum okkar. Þar er boðið uppá veitingar og allskonar skemmtilegheit, sungið af hjartans lyst við undirleik Arnhildar og líka af öllu afli með tilstyrk út karíókí-græjum. Gleðin ein er við völd á Hamingjustund eins og sést á þessum myndum frá því 4. október síðastliðnum sem teknar voru í Sköpunarsetrinu.
Nú í upphafi starfsársins 2024-2025 var haldin opin æfing fyrir áhugasamar konur sem gætu hugsað sér að vera með í okkar góða hóp og viðtökurnar voru heldur betur frábærar!
Við bjóðum hjartanlega velkomnar 14 nýjar konur í hópinn okkar og vonum að samstarfið og ferðalagið með Léttsveitinni verði langt og gott :)
Opin æfing hjá Léttsveitinni
16.sept 2024
kl. 18:30
Vortónleikar Léttsveitarinnar.
Kórinn flytur perlur dægurtónlistar eftir íslenska karlhöfunda.
Stjórnandi er Gísli Magna
Einvala lið tónlistarfólks leggur okkur lið: Arnhildur Valgarsdóttir á píanó, Pétur Valgarð Pétursson á gítar, Diddi Guðna á trommur og Gunnar Hrafnsson á bassa.
Miðasala er hjá kórkonum og á lettmidar@gmail.com
Forsöluverð miða til 25.apríl er 4.900 kr. Eftir það er miðaverð 5.500 kr.
Jólatónleikar 2023
Léttsveit Reykjavíkur heldur tvenna jólatónleika í Guðríðarkirkju laugardaginn 9. des n.k og hefjast þeir kl. 14:30 og 17:00.Sérstakur gestur okkar er hin dásamlega Kristjana Stefánsdóttir.Stjórnandi er Gísli Magna og hljómsveitarstjórn er í höndum Arnhildar ValgarðsdótturForsala miða hefst mánudaginn 6. nóv og kostar miðinn kr. 4.600Forsölu lýkur svo 29. nóv og hækkar miðaverð í kr. 5.200Nálgast má miða hjá kórkonum og á netfanginu lettmidar@gmail.com
Opin æfing
14. september 2023
Léttsveitin hélt opna æfingu 13. september og var hún svo sannarlega vel sótt. Léttsveitarkonur þakka öllum þeim konum sem lögðu leið sína á æfinguna. Við vorum svo ótrúlega heppnar að nokkar konur ákváðu að ganga í hópinn okkar :) Á þessari æfingu var líka lokahöggið slegið á dagskrá kórsins fyrir væntanlega tónleikaferð til Slóvakíu þriðjudaginn 19. september.
Vortónleikar 2023
Léttsveit Reykjavíkur heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju 18. & 19.apríl n.k. og hefjast þeir báðir kl.19:30 Sérstakur gestur er hin frábæra Sigga Beinteins. Yfirskrift tónleikanna er KONA þar sem sungin verða lög sem eru þekkt fyrir að hafa verið flutt og mörg þeirra samin af söngkonum, innlendum sem erlendum. Meðal þeirra sem prýða þennan lista eru Lay Low, GDRN, Guðrún Gunnars ásamt Whitney Houston, Cyndi Lauper og Joni Mitchell, svo einhverjar séu nefndar.Stjórnandi er Gísli Magna og hljómsveitarstjórn er í höndum Arnhildar Valgarðsdóttur. Miðasala hefst miðvikudaginn 22.mars með forsölu til 3.apríl.Nálgast má miða hjá kórkonum og á netfanginu lettmidar@gmail.comVerð í forsölu: Kr. 4.600 Eftir forsölu: Kr. 5.200