top of page

Léttur 2022

Árið fór rólega af stað og strax var farið að huga að vortónleikum. 

Við fórum í æfingabúðir í Borgarfjörðinn á Hótel Hamar eina helgi í mars. 

Það var komið að 1.sópran að sjá um skipulagið og það gerðu þær svo sannarlega með bravör og fóru á kostum. Þemað var ´80 og var frábært að sjá hvað konur voru með þetta í fatavali og skreytingum upp á 10!

Úr varð ein allra besta æfingahelgi í kvenna minnum

277252788_10228215297910440_8495897883211487901_n.jpg

Vortónleikarnir okkar fóru fram 27. & 28. apríl í Seljakirkju og báru yfirskriftina Herðapúðar og hársprey. Gestur okkar var Karl Örvars og var alveg frábær.

Þetta voru ótrúlega skemmtilegir tónleikar í anda 9unda áratugarins og var uppselt á þá báða.

Efnisskrá tónleika

Þetta voru líka síðustu tónleikarnir sem Tommi okkar spilað með okkur, en hann hefur ákveðið að halda til frekari náms erlendis.

Við vorum hins vegar svo ljónheppin að fá til liðs við okkur snjöllu og hressu Arnhildi Valgarðsdóttur 

Fyrsta æfing haustsins var 5. sept og það voru 89 konur sem byrjuðu

Þann 21. sept vorum við boðnar til að taka þátt í "Bimbu hátíð" sem fjölskylda Bimbu (Ingibjargar Pétursdóttur) heldur til að minnast þeirra góðu konu. Bimba var Léttsveitarkona og var heiðursfélagi kórsins. Hátíðin var haldin í Iðnó og var fullt út úr dyrum og tókst með miklum ágætum. Stór hluti kósins mætti og flutti nokkur lög.

279186818_10158733480723297_9095616422012435797_n.jpg

Aðalfundur var haldin 26. sept. Formaður flutti skýrslu stjórnar og reikningar voru lagðir fram. Stjórn gaf öll kost á sér áfram .

Eftir aðalfund tók tónleikanefnd til starfa og byrjað var að æfa á fullu fyrir jólatónleika. Ferðanefnd tók líka til starfa en meiningin er að skreppa aðeins út fyrir landhelgi og heimsækja Slóvakíu haustið 2023. Það veitir ekki af árs undirbúningi þegar ferðast er með svona stóran hóp.

Langur æfingalaugardagur var haldin í Hátó þann 12. nóv. Boðið var upp á ljúffenga kjúklingasúpu og brauð í hádeginu. 

Það var álit nokkura að þetta hefði verið góður æfingadagur, jafnvel sá besti!

Nokkur skilaboð komu eftir daginn frá nokkrum kórsystrum:

Lærdómsríkur dagur, frábært skipulag, snilldardagur, frábær stjórnun, töfradagur

Tónleikanefnd hélt vel á spöðunum og hvatti til dáða við miðasöluna. Þegar leið að desember fóru raddir að hóa sig saman til æfinga, stilla raddir og fara yfir það sem var óskýrt.

Tvennir jólatónleikarnir voru haldnir þann 10. des og báru þeir að þessu sinni yfirskriftina Flórsykurs jól

Sá frábæri leikari og söngvari Björgvin Franz Gíslason var gestasöngvari og fylgdi honum sérlega létt og skemmtileg stemming. Fullt var á báða tónleikana og tókust þeir frábærlega vel.

Eftir tónleikana áttum við svo skemmtilega samveru með mat og drykk þar sem spjallað var og sungið inn í nóttina.

Efnisskrá tónleika

langur lau 2022.jpg
kórinn.jpg
bottom of page