top of page
Léttur 2021
Fyrsta æfing vorannar var 10. janúar og eins og nýji raunveruleikinn voru zoom æfingar 😎 Erfitt var að halda reiður á fjölda kórkvenna sem voru skráðar í kórinn en sennilega vorum við eitthvað á milli 60- 70 konur. Zoom æfingar og margskiptur kór á "eðlilegum" æfingum var það sem koma skildi næstu vikur og allt gekk ágætlega.
Stefnt var á vorferð kórsins til Vestmannaeyja í maí og undirbúningur undir þá ferð gekk vel.
Seinnipart marsmánaðar fóru smittölur hækkandi og því var ákveðið enn á ný að hafa eingöngu zoom æfingar. En til að hafa eitthvað að hlakka til, planaði Gísi upptökur á laginu Esjan þar sem kórnum var skipt upp í litla kóra. En eins og með svo margt annað varð því miður að leggja þau plön á hilluna. Vorferðinni til Vestmannaeyja var líka frestað.
En Gísli, ásamt stjórn, óþrjótandi að halda neistanum í kórnum, blés til opinnar æfingar í Háteigskirkju 31. maí og miðað við stöðuna í samfélaginu var þetta afsakplega vel þegið og vel mætt. Þar með lukum við þessu skrítna vori.
Héldum samverustund á eftir með mat, spjalli, söng og gleði.
Haustið
Haustönn hófst 6.september og við vorum svo heppnar að geta hittst í raunveruleikanum. Við byrjuðum önnina á að rifja upp lögin frá því fyrr um vorið og nú var meiningin að syngja nokkur af þeim á opnum tónleikum í Norðurljósasal Hörpu seinnipart september. En....eins og svo oft áður undanfarið ár, varð ekkert af þessum tónleikum vegna samkomutakmarkanna.
Við héldum aðalfund þann 27.sept þar sem skýrsla stjórnar var lögð fram ásamt ársreikningum. Stjórn gaf kost á sér í áframhaldandi starf og var það samþykkt með lófaklappi.
Svo þá var lítið annað að gera en að einhenda sér í að læra jólalögin en fyrirhugaðir jólatónleikar voru settir í Langholtskirkju um miðjan des.
Í byrjun október fengum við að vita að okkur stæði til boða að halda stutta tónleika í Hörpuhorninu í Hörpu ásamt fleiri kórum og tónlistarfólki og var þetta liður í viðleitni Hörpu að gefa tónlistarfólki tækifæri á að koma fram með litlum hópi áhorfenda þar sem litið sem ekkert hafði verið um tónleika í næstum eitt og hálft ár.
Þessi uppákoma tókst með miklum ágætum, var vel sótt og gott að geta aðeins fengið að koma fram og syngja.
Við vorum þó rétt að kingja þessum gleðitónum þegar fréttir fóru að berast um smit innan kórsins og þegar upp var staðið voru rúmlega 40 manns sem lágu í einu og enn átti eftir að bætast í þann hóp þegar lengra leið á nóvember.
Það var því alveg ljóst að ekkert yrði af jólatónleikum og með sorg í hjarta var þeim aflýst.
Í sárabót héldum við litla krúttlega "tónleika" eða kannski meira samsöng í litla garðinum við Háteigskirkju þann 8. des með fólkinu okkar og þar með lauk þessu ótrúlega undarlega ári.
Harpa í okt 2021
Harpa í okt 2021
1/8
bottom of page