top of page
Concrete Wall

Léttur 2020

Æfingar hófust þann 6. janúar á því herrans ári 2020 afmælisári Léttsveitarinnar sem fagnaði 25 ára starfsafmæli. Lagt var upp með hefðbundnu skipulagi. Ekki nokkurn mann grunaði hvað beið okkar handan við hornið, þar sem heimsmyndin skekktist heldur betur.

Við vorum 122 sem byrjuðum vorönn þó svo verulega ætti eftir að fækka í hópnum sem eðlilegt var í þessum aðstæðum í þjóðfélaginu

 Ásamt því að vera á fullu að skipuleggja okkur fyrir Landsmót íslenskra kvennakóra sem átti að vera um vorið, vorum við líka komnar í afmælisgírinn og þegar afmælisnefndin skipulagði "singalong" á Mamma Mia með ABBA í Bíó Paradís, skunduðum við í bæinn á fallegu febrúarkvöldi í góðum gír og máluðum bæinn rauðan.

Ekki vorum við fyrr búnar að horfa á Mamma Mía en heimsfaraldur skall á með öllum sínum þunga og allt breyttist. Stjórn velti upp mörgum möguleikum og eftir miklar vangaveltur var ákveðið að breyta fyrirkomulagi æfinga og þrískipta kórnum. Ekki stóð það fyrirkomulag lengi, því um miðjan mars var ákveðið að fella niður allar æfingar ásamt öllum fyrirhuguðum viðburðum þar sem heimsfaraldur var orðin staðreynd á Íslandi.

Gísli okkar dó ekki ráðalaus frekar en fyrri daginn, hvatti okkur áfram, hélt kóræfingar í gegnum Zoom og við enduðum á að taka upp lagið Fix you þar sem hver söng sitt og Gísli kom því svo saman og úr varð dásamleg minning frá þessum tíma.

Hægt er að hlusta á lagið hér ásamt fleiri lögum

Það var ljóst að ekki yrði um hefðbundið kórastarf að ræða þegar leið að hausti. Við rétt náðum að halda aðalfund seinnipart september og síðan var öllu slegið í lás.
Á þeim aðlfundi gekk Dagbjört Lára Ottósdóttir úr stjórn og inn kom Inga Lára Þórisdóttir, en að öðru leiti var stjórn óbreytt.
Við reyndum áfram að halda zoom æfingar og það var voða gott að sjá andlitin á skjánum þó ekki væri hægt að hittast. Markmiðið var auðvita að vonast eftir að það yrði hægt að halda jólatónleika en það var borin von.
Gísli kom því upp með þá snildar hugmynd að taka upp eitt jólalag sem þið getið hlustað á hérna
Þeir spiluðuð undir heiðursmennirnir okkar þeir Pétur Valgarð, Þorgrímur og Magnús og þessu var svo öllu stjórnað af Gísla okkar og Tomma. Gísli skipti kórnum upp í litla hópa sem komu hver á eftir öðrum og sungu. Smá sárabót fyrir afslýsta jólatónleika.
Eftir þetta fóru menn og konur í jólafrí og vonuðu af öllu hjarta að hægt yrði að hittast á nýju ári.

bottom of page