top of page
Concrete Wall

Léttur 2018

Æfingabúðir 2018.jpg

Sumar raddir skelltu sér í óhefðbundin hlutverk

Starfsárið hófst þann 9. janúar með fyrstu æfingu og hefðbundnu skipulagi að mestu. Það kom þó fljótlega í ljós að Daði, undirleikarinn sem við vorum búnar að fá gæti ekki verið með á vorönn og hófst þá aftur leit að undirleikara.

Þegar leið á febrúar fengum við Baldvin Snæ Hlynsson í lið með okkur og þar með voru undirleikaramálin leyst út önnina.

 
Við vorum 118 sem hófu vorönn


Umfjöllun og viðtal 2018


 
Æfingabúðir voru haldnar í Reykjavík að þessu sinni og fóru fram helgina 16.-17. mars í safnaðarheimili Háteigskirkju og tókust vel.
Við fengum að kynnast því hvað Þýskalandsnefndin okkar frábæra var búin að vera að bralla frá því á haustmánuðum.
Þær voru frábærar og það var mikið hlegið.
Raddirnar komu auðvita með sitt atriði hver og eins og alltaf var þetta frábærlega gaman.

Vortónleikar í Langholtskirkju

Yfirskrift þeirra tónleika var:  Hvert sem leiðin liggur
og hljómsveitina skipuðu þeir Baldvin Snær Hlynsson á píanó, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Scott McLemore á trommur og Þorgrímur Jónsson á bassa.

Efnisskrá tónleikanna 

Friðrik Dór 2018.jpg
Auglýsing vortónleikar 2018.jpg

Gestur okkar var ljúflingurinn Friðrik Dór

Þýskalandsferð

Næst á dagskrá var að finna ferðatöskuna og halda til Þýskalands. Loksins, loksins var komið að því. Þangað héldum við að morgni 8. maí. Það voru 105 Léttur sem hófu sig til flugs frá Keflavík og tilhlökkunin var mikil.
Við lentum í Frankfurt í 24 stiga hita og sól og þetta dásemdar veður var forsmekkurinn að því sem við fengum í ferðinni. 
Ferðanefndin hélt vel utan um allt skipulag og sá til að allt gengi smurt fyrir sig.
Fyrst sungu ferðaþreyttar Léttur í fallegri kirkju í Boppart, svo var haldið til Dusseldorf, þar sem við höfðum bækistöðvar þar til heim var haldið þann 13. maí. 

Ferðanefnd 2018.jpg

Ferðanefndin flotta á góðri stundu

tónleikar í Þýsalandi 2018.jpg

Fyrri tónleikar ferðarinnar voru í Köln, í kirkju heilagrar Agnesar þar sem hljómurinn var frábrugðinn öllu sem við eigum að venjast en tónleikarnir tókust afar vel og voru mun betur sóttir en við hefðum þorað að vona. Í það minnsta kláruðust öll 100 eintökin af tónleikaskránni sem við höfðum tekið með okkur.

 Efnisskrá í Þýskalandi

tónleikar í Þýskal 2018.jpg

Seinni tónleikana héldum við svo í Ratingen eftir að hafa sungið við kaþólska hátíðarmessu á uppstigningardag. Gerður var góður rómur að söng okkar og víða sáust tár áhvarmi þegar við hófum upp raust okkar og sungum fyrir heimamenn á þeirra tungumáli.

Flutningar

Léttsveitin kvaddi Fóstbræður á haustmánuðum eftir gott og farsælt samstarf og flutti allt sitt hafurtask í Safnaðarheimili Háteigssóknar hvar við unum hag okkar aldeilis vel.

Flutningar 2018.jpg

Haustið

Gísli okkar tók sér smá frí um haustið og við fengum hana Hildigunni Einarsdóttur til að sjá um okkur sem hún gerði með miklum sóma. 

Það voru 122 Léttur sem byrjuðu þetta haustið

Á haustmánuðum tókust einnig samningar við Tómas Guðna Eggertsson sem okkar næsta undirleikara. Við erum himinlifandi glaðar með að fá hann og við vonum að okkar samstarf verði langt og farsælt.

Aðalfundur

Aðalfundur Léttsveitainnar var haldinn mánudaginn 24.sept í safnaðarheimili Háteigskirkju.

Rannveig Þorvaldsdóttir formaður flutti skýrslu stjórnar, Ragna Birna Baldvinsdóttir lagði fram reikninga og kosin var ný stjórn.

Úr stjórn gengu þær Ragna Birna Baldvinsdóttir og Margrét Grétarsdóttir.

Inn komu Hildur Pétursdóttir og Berglind Víðisdóttir. Frafarandi stjórnarkonum er þakkað innilega fyrir sín störf.

Ný stjórn, talið frá vinstri:

Dagbjört Lára 1.sóp varaformaður, Hrefna 1.sóp ritari, Berglind 2.sóp meðstjórnandi, Rannveig 1.alt formaður og Hildur 1.sóp gjaldkeri

Jólatónleikar í Langholtskirkju

Jólatónleikar okkar voru haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 8.des. Gestur okkar að þessu sinni var öðlingurinn Pálmi Gunnarsson. Uppselt var nánast á þá báða og tókust þeir alveg frábærlega vel

Efnisskrá tónleikana


Léttsveitin söng síðan á Eir um miðjan desember eins og við höfum gert undanfarin ár og er alltaf jafn ánægjulegt og gefandi.
Eftir það fóru konur og karlar í gott jólafrí.

Auglýsing fyrir jólatónleika

Nokkar myndir frá tónleikunum

bottom of page