top of page
Concrete Wall

Léttur 2016

Fyrsta æfing vorannar var þriðjudaginn 12. janúar.

Léttur eru 116 í upphafi vorannar

Þann 19. febrúar var ákveðið að blása til söngkvölds/systrakvölds í Fóstbræðrarheimilinu og mættu um 40 konur. Þetta var virkilega skemmtilegt kvöld þar sem við sungum og spjölluðum og horfðum á mynd frá Englandsferðinni okkar.

Örfáar konur mættu til friðarsöngs í Hörpu eitt sunnudags eftirmiðdag í febrúar.

Æfingabúðir

Það er alltaf gaman að fara í æfingabúðir og eina helgi í mars lögðum við land undir fót og héldum austur í Mýrdal á Hótel Dyrhólaey.

Þar var sungið og æft á föstudagskvöldinu og allan laugardaginn. Að sjálfsögðu gefst tími til að sprella og eiga góða stund saman og það gerðum við á laugardagskvöldinu og tókst það feikna vel. Mikið gaman og mikið hlegið

Vortónleikar í Austurbæ

Vortónleikar Léttsveitarinnar voru að þessu sinni í Austurbæ.
Efnisskráin var fjölbreytt og gestir okkar á þessum tónleikum voru 3 herramenn sem kölluðu sig Nútímamenn sem í voru Gísli kórstjóri, Hafsteinn og Hlöðver. Þeir sungu nokkur lög m.a eftir afa Gísla.
Hljómsveitin var í öruggum höndum Öllu okkar, ásamt Scott, Ásgeiri og Tomma

Efnisskrá tónleikana 

Vorferð 

Vorferð 2016.jpg

Þann 30. apríl hélt 100 kvenna og manna hópur Léttsveitarinnar í ævintýraferð austur fyrir fjall. Konur voru nestaðar með gott í poka við upphaf ferðar og síðan var lagt af stað frá Langholtsveginum.

Fyrsta stopp var Hellisheiðarvirkjun þar sem hópurinn skoðaði sig um og tók lagið eins og vera ber. Og að sjálfsögðu var smellt í eina mynd í tröppunum.

Þar næst var haldið á Selfoss. Við sungum megnið af vortónleikunum okkar í kirkjunni á Selfossi og ágætis mæting var eða um 70 gestir.

Eftir að hafa keyrt vítt og breytt um Suðurlandið, skoðað fossa og gallerý var haldið í Friðheima. Þar tók á móti okkur Knútur tómatabóndi og fræddi okkur um tómatarækt og býflugur. Síðan var snædd dýrindis tómatasúpa og heimabakað brauð, spjallað og slakað á.

En ævintýrið var ekki alveg búið. Allan daginn hafði ungur maður flækst á milli okkar með stóra myndavél og tekið myndir í gríð og erg. Hann hafði verið fengin til að taka upp Starmann og lokaupptakan skyldi fara fram þarna í Friðheimum. Allt gekk vel og small að lokum.

Og svo settist Alla við píanóið og við allar brustum í söng og sungum dágóða stund áður en haldið var heim á leið eftir frábæran og vel heppnaðan dag.

Alsælar konur komu svo í bæinn um miðnætti og þar með lauk skemmtilegri vorönn.

Auglýsingin okkar fyrir tónleikana á Selfossi. Ótrúlega skemmtilegir tónleikar

Haustönn hófst þann 2. september með söng og grillpartý hjá Júlí að Suðurá í Mosfellsdal

Æfingar hófust svo 6. september. Nokkrar nýjar konur bættust í hópinn.
 
Og Léttur eru 126 sem byrja haustönn
 
Borgaholtsskóli fagnaði 20 ára starfsamæli sínu þann 13. október og í tilefni þess var Léttsveitin fengin til að koma og taka nokkur lög. Var gaman að geta komið fram þarna þar sem Eygló heitin Eyjólfsdóttir var fyrsti rektor skólans, en hún söng með Léttsveitinni í mörg ár.

Grill hjá Júlí 2016.jpg
Stjórn 2015 Margrét Grétarsd.jpg
Stjórn 2016 Rannveig Þorvalds stjórn.jpg
Stjórn 2015 Ragna Birna.jpg
Stjórn 2015 Dagbjört.jpg

Aðalfundur Léttsveitarinnar var haldin 27. september.
Úr stjórn gekk Jóhanna Marína Baldursdóttir og inn í hennar stað kom Rannveig Þorvaldsdóttir. Særún Ármannsdóttir gaf kost á sér sem formaður.

Stjórn var því skipuð þannig:
Formaður Særún Ármannsdótir,
Varaformaður Margrét Grétarsdóttir,
Ritari Rannveig Þorvaldsdóttir,
Gjaldkeri Ragna Birna Baldvinsdóttir,
Meðstjórnandi Dagbjört Lára OttósdóttirLangur laugardagur var svo haldin í FÍH salnum 29. október og aftur bauð stjórn upp á súpu og heimabakað brauð og mæltist það vel fyrir.

Jólatónleikar Guðríðarkirkju

Jólatónleikar Léttsveitarinnar voru í Guðríðarkirkju þriðjudaginn 6. og fimmtudaginn 8. desember og báru yfirskriftina Mín jól koma þá.
Gestur okkar var Dagur Sigurðarson og hljómsveitina skipuðu Diddi Guðnason, Tómas R. Einarsson og Ásgeir Ásgeirsson. Alla okkar var að sjálfsögðu hljómsveitarstjóri.
Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og uppselt var á þá bæði kvöldin.
Við fengum okkur svo léttar veitingar í safnaðarheimilinu eftir seinni tónleikana og sátum og spjölluðum aðeins áður en við héldum í jólafrí.

 
Efnisskrá tónleikana.

Jólatónleikar 2016.jpg

Léttsveitin á jólatónleikum í Guðríðarkirkju 2016

bottom of page