top of page
Concrete Wall

Árið er 2015 og við erum 20 ára

Fyrsta kóræfing vorannar var þriðjudaginn 13. janúar.

Við erum 113 sem byrjum vorönn

Fréttatilkynningar, viðtöl & umfjallanir 2015

Þann 29. janúar vorum við fengnar til að syngja á Hilton fyrir norræna matvælafræðinga sem voru hér á ráðstefnu. Mikið gaman og okkur frábærlega vel tekið.

Sögusýning í Ráðhúsinu

Fyrsti viðburðurinn í tengslum við 20 ára afmæli Léttsveitarinnar var sögusýning í Ráðhúsi Reykjavíkur sem bar yfirskriftina "Hundrað raddir" og er þar vísað í ljóð og lag Eyglóar Eyjólfsdóttur "Lífstíll" sem samið var í tilefni af 10 ára afmæli Léttsveitarinnar. Eygló var Léttsveitarkona, en hún lést fyrir nokkrum árum.
Saga Léttsveitarinnar var rakin í máli og myndum og eiga afmælisnefnd og sögu- og minjanefnd hrós skilið fyrir frábæra sýningu.
Léttsveitin steig á stokk og söng nokkur lög undir stjórn núverandi stjórnanda Gísla Magna og fyrrverandi stjórnanda Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. Lagið hennar Eyglóar "Lífstíll" var frumflutt í fyrsta sinn opinberlega. Skemmtilegur dagur og gaman að hitta "gamlar" Léttur og rifja upp liðna tíð.

Auglýsing sögusýningar Ráðhúsinu 14.feb 2015.jpg

Nokkrar Léttsveitarkonur ásamt Gísla tóku þátt í Reykjavík Peace Festival í Hörpu 22. febrúar. Um 600 kórfélagar úr hinum ýmsu kórum tóku þátt og sungu lögin Love eftir John Lennon, To be Grateful eftir Magnús Kjartansson og Heyr himnasmiður, lag Þorkels Sigurbjörnsson við ljóð Kolbeins Tumasonar.


Léttsveitin fór í æfingabúðir 10.-12. apríl. Upphaflega átti að fara helgina 13.-15. mars en þá gengu stormar yfir landið og því tekin sú ákvörðun að fresta ferðinni. Í stað þess var æfing í Fóstbræðraheimilinu, náttföt og kósíheit. Lagt var af stað í æfingabúðir 10. apríl, en þegar komið var rétt austur fyrir Hvolsvöll var búið að loka veginum og þá var snúið aftur á Hvolsvöll.
Hvolsvellingar opnuðu félagsheimili sitt fyrir okkur og þar var verið í ca. tvö tíma þegar ferðinni var haldið áfram. Komið var á Höfðabrekku um miðnætti.
Æfing allan laugardaginn og svo dásamlegur matur og skemmtiatriði um kvöldið. Sælar og ánægðar Léttsveitarkonur komu svo í bæinn á sunnudeginum eftir góða ferð.

Afmælistónleikar Léttsveitarinnar í Hörpu 2015

Léttsveit Reykjavíkur 2015.jpg

20 ára afmælistónleikar Léttsveitarinnar voru haldnir í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 9. maí kl. 16.00. Hljóðfæraleikarar: Gunnar Hrafnsson bassi, Kjartan "Diddi" Guðnason, slagverk, Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó og Eric Quick trommur. Enginn einsöngvari og Léttsveitin fékk að njóta sín undir styrkri stjórn Gísla. Dásamleg afmælisgjöf Jóhönnu, lög hennar við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur.
 

Efnisskrá afmælistónleika 

Léttsveitin syngur lag Jóhönnu V. Þórhallsdóttur 

Englandsferðin 2015

Léttsveitin hélt til Englands og Wales dagana 4. - 9. júní.
Um hundrað konur fóru með í ferðina sem er met.

Flogið var til Birmingham og síðan í rútu. Stoppað í Croome Park þar sem borðað var og konur skoðuðu sig um. Síðan var haldið á hótelið Cheltenham Chase Hotel og þar var borðað alla dagana. Flott hótel og fín staðsetning.
Keyrt til Gloucester daginn eftir og síðan var upphitun fyrir tónleika í Gloucester Cathedral. Hátíðarkvöldverður um kvöldið á hótelinu.
Við áttum síðan frídag þriðja daginn og konur skruppu í ýmislegt. 

Á fjórða degi var farið til Wales. Þessi dagur var trúlega hápunktur ferðarinnar þar sem welski karlakórinn The South Wales Male Choir/Choir Cår Meibion De Cymru tók á móti okkur. Kórarnir sungu til skiptist og boðið var upp á afternoon tea. Síðan var körlunum afhentar lopahúfur sem við Létturnar höfðum prjónað og voru þeir sannarlega glaðir að fá svona persónulega gjöf.

Næsta dag var keyrt til Stratford upon Avon og sungin nokkur lög í kirkjunni þar. Síðan var farið til Bourton-on-the-Water og hægt að skoða bæinn.
Siðan var bara komið að heimferð. Nokkrar léttur urðu eftir og fóru í golf og nokkrar ferðuðust meira um England. Flogið heim frá Heathrow. Dásamleg ferð í alla staði og ótrúlega vel skipulögð og á ferðanefndin þakkir skyldar.

England 2015.jpg

19. júní á Austurvelli

Þann 19. júní voru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Léttsveitin hlaut þann heiður að fá að syngja við hátíðarsamkomu fyrir utan Alþingishúsið þennan dag.
Við sungum lag eftir stjórnandann okkar Gísla Magna við ljóð Guðrúnar Evu Mínervudóttur "Við gerum neistann að björtu báli" sem samið var sérstaklega fyrir þennan atburð.
Auk þess sungum við auðvitað "Áfram stelpur".
Með okkur í söngnum var Kvennakórinn Katla. Æðisleg stund og eftirminnileg.

Hátíðin á Austurvelli 

Fyrsta æfing vetrarins var þriðjudaginn 8. september.

Við erum 121 á haustönn


Ný stjórn var kosin á aðalfundi sem haldin var þriðjudaginn 15. september.
Þá voru einnig rúmlega 20 konur heiðraðar fyrir 20 ára söng í kórnum og Alla okkar var gerð að heiðursfélaga.

Formaður var kosin Særún Ármannsdóttir,
Jóhanna Marína Baldursdóttir varaformaður,
Ragna Birna Baldvinsdóttir gjaldkeri,
Margrét Grétarsdóttir ritari og
Dagbjört Lára Ottósdóttir meðstjórnandi.

Jóhanna Marina 2014.jpg
Stjórn 2015 Ragna Birna.jpg
Stjórn 2015 Margrét Grétarsd.jpg
Stjórn 2015 Dagbjört.jpg

Afmælistjútt á Hótel Sögu 19. september 2015

Þann 19. september 2015 hélt Léttsveitin upp á 20 ára afmælið með stæl í Súlnasal Hótel Sögu.
Veðrið var í stíl Léttsveitarkvenna þegar þær taka upp betri skóinn og breggða sér af bæ, brjálað veður.
En inn var hlýtt og fullt af konum ásamt mökum sínum, komin til að gera sér glaðan dag og rifja upp gömlu árin. 

Regína Ósk, Friðrik Ómar, Ari Eldjárn ásamt veislustjóranum Gísla Einarssyni gerðu þetta að ógleymanlegu kvöldi.

Afmæli hótel Sögu 2015 mynd.jpg

Langur laugardagur var haldin í október í sal FÍH.

 

Góður æfingadagur og stjórn bauð upp á ljúfenga súpu

og heimabakað brauð í hádeginu sem gerði lukku.

 

 

 

 

 

Við sungum einnig á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu sem haldin var í tilefni kosningarafmæli kvenna.

Jólatónleikar í Guðríðarkirkju

Auglýsing jól 2015.jpg

Jólatónleikarnir í ár báru yfirskriftina Jólin mín.
Þeir voru haldnir í Guðríðarkirkju þriðjudaginn 8. og fimmtudaginn 10. desember og bæði kvöldin fyrir troðfullu húsi. Margrét Eir var einsöngvari með okkur og óhætt að segja að hún hafi heillað alla með sínum ljúfa og fallega söng. Léttsveitin söng eins og henni er einni lagið og tókust báðir tónleikarnir einstaklega vel. 
Hljómsveitin okkar var að venju skipuð Öllu okkar sem stjórnaði henni ásamt Didda á slagverk og Tomma á bassa.

Efnisskrá tónleikana.

Við sungum svo seinna í mánuðinum í jólasamveru í Laugarneskirkju og einnig á Grensás þar sem við sungum nokkur jólalög.

jólatónleikar 2015.jpg
bottom of page