top of page
Concrete Wall

Léttur 2013

Fyrsta kóræfing vorannar var þriðjudaginn 8. janúar.

Við erum 121 sem byrjum vorönn

Fréttatilkynning

Grímuball

Grímuball Léttsveitarinnar "Léttsveitargríman" var haldin laugardaginn 16. feb í Húnabúð. Ótrúlegustu kynjaverur mættu á svæðið og var verðlaunað fyrir ýmsa búninga. Ótrúlegt stuð og mikið, mikið gaman.


Langur laugardagur var í Bræðrabælinu 9.mars. Æft frá kl. 9-16. Flott og góð æfing.

Hátíðartónleikar í Hörpu

Léttsveitin söng ásamt Kvennakór Reykjavíkur, Vox Feminae, Cantabile, Stúlknakór Reykjavíkur og Senjórítunum á hátíðartónleikum í Hörpu sunnudaginn 7.apríl.

Tilefnið var að 20 ár eru liðin síðan Margrét Pálmadóttir stofnaði Kvennakór Reykjavíkur og þessir kórar sem komu fram eru afsprengi Kvennakórsins. 400 hundruð konur sungu á þessum einstöku tónleikum. Dásamlegur dagur og ógleymanlegir tónleikar.

20 ára afmælistónleikar Kvennakórs Reykjavíkur í Hörpu í apríl 2013

Vortónleikar í Grafarvogskirkju

Vortónleikar Léttsveitarinnar voru haldnir í Grafarvogskirkju sunnudaginn 5. maí kl. 17:00 fyrir troðfullu húsi. Einsöngvari á þessum tónleikum var Hera Björk. Hljóðfæraleikarar með Léttsveitinni að þessu sinni voru Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó, Kjartan Guðnason á trommur og Tómas R. Einarssona á bassa.
Á efnisskránni voru ýmiss Júróvisjón lög og ljúfar dægurperlur. Stjórnandi var okkar frábæri Gísli Magna. Dúndrandi flottir tónleikar, kraftmiklir og gleðjandi, bæði fyrir tónleikagesti og kórinn.


Efnisskrá tónleikana 

Aðalfundur

Aðalfundur Léttsveitarinnar var haldinn 17. september. Þrjár nýjar konur komu í stjórn, þær Anna Sigurjónsdóttir, Brynhildur Gísladóttir og Jóhanna Marína Baldursdóttir. Júlí hætti sem formaður og nýr formaður er Sigþóra Sigþórsdóttir.

Stjórnin frá hausti 2013:
Sigþóra Sigþórsdóttir, 1. sópran, formaður 
Særún Ármannsdóttir, 1. alt, gjaldkeri
Anna Sigurjónsdóttir, 2. sópran
Brynhildur Gísladóttir 2. sópran
Jóhanna Marína Baldursdóttir, 1. sópran

Stjórn 2011-2012 Sigþóra.jpg

Sigþóra formaður

Stjórn 2012-2013 Særún.jpg

Særún

Stjórn 2013-2014 Anna Sigurjóns.jpg

Anna

Stjórn 2013-2014 Binna Gísla.jpg

Brynhildur

Stjórn 2013-2014 Jóhanna Marína.jpg

Jóhanna

Höfn í Hornafirði maí 2013

Léttsveitin á æfingu fyrir tónleika í Nýheimum á Höfn í Hornafirði

Léttsveitin ferðaðist innanlands þetta vorið og farið var til Hafnar í Hornafirði dagana 9. - 12. maí.
Opin æfing var haldin á Hvolsvelli þar sem Karlakór Rangæinga tók á móti okkur með kræsingum. Á Höfn sungum við á elliheimilinu bæði okkur og heimilismönnum til mikillar ánægju. Héldum svo tónleika í Nýheimum.
Kvennakór Hornafjarðar fór með okkur í óvissuferð sem endaði í heitum pottum á Hoffelli. Flestar fóru Léttur svo á tónleika Eurobandsins og gátum að sjálfsögðu tekið undir í flestum lögunum. Dásamleg ferð í alla staði.


Efnisskrá Hornafjörður

Fyrsta æfing haustannar var 2. september í Fóstbræðraheimilinu.

Léttur eru 127 talsins að hausti

Léttsveitin hélt í æfingabúðir helgina 25.-27. september.
Að þessu sinni var farið að Höfðabrekku/Hótel Katla og þvílík dásemdaraðstaða. Herbergin góð, maturinn góður, þjónustan til fyrirmyndar og meira að segja búið um rúmin okkar. Æft var á föstudagskvöldinu og síðan allan laugardaginn.
Að venju var hátíðarkvöldverður, lambakjetið bráðnaði í munninum, undir dásamlegum skemmtiatriðum og síðan dansað og sungið fram á nótt. Haldið heim undir hádegi á sunnudegi með gleði í hjarta.


 Bragurinn hennar Ingibjargar

Léttsveitin 2013

Hausttónleikar í Háskólabíói

013.jpg

Að þessu sinni voru engir formlegir jólatónleikar hjá Léttsveitinni. Þess í stað héldum við hausttónleika í Háskólabíói laugardaginn 2. nóvember undir yfirskriftinni "Í sjöunda himni". Á efnisskránni voru ýmiss júróvísjón lög í bland við lög eftir Abba o.fl. Sungið var fyrir nánast fullu húsi. Skemmtilegir tónleikar í alla staði. Að sjálfsögðu stjórnaði Gísli Magna okkur og hljómsveit Aðalheiðar Þorsteinsdóttur lék undir.
Einsöngvari á þessum tónleikum var Hera Björk.


Efnisskrá tónleikana

Myndir og umfjöllun á Vísi og vídeó með Heru

Hausttónleikar 2013.jpg

Hausttónleikar í Háskólabíó í nóv 2013

Gleði, glimmer & smá jól

Gleði og Glimmer - fjáröflunardagur Léttsveitarinnar var haldinn í Fóstbræðraheimilinu laugardaginn 23.nóv. Allskonar varningur var boðstólnum, skemmtiatriði, happdrætti, spákonur, vinkonuljósmyndun ofl ofl. 
Skemmtilegur dagur og vel skipulagður af viðburðanefndinni.

Falleg jólastund var haldin í sal FÍH 4. desember. Léttsveitin söng fyrir gesti sína og svo sungu gestirnir með. Kakó og smákökur og spjall. Sögðu sumar að þarna hefði komið upp gamli Ægisgötuandinn, sem alltaf var ljúfur og góður.

Léttsveitin söng á styrktartónleikum í Laugarneskirkju 12. desember ásamt fleiri kórum og söngvurum.

bottom of page