![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
---|---|---|---|
![]() | ![]() |

Léttur 2012
Fyrsta kóræfing vorannar átti að vera 10. janúar en var frestað til 17. janúar vegna snjókomu og almennrar ófærðar.
Léttur eru 124 talsins í upphafi vorannar
Léttsveitin tók þátt í leiksýningunni Uppnámi á stóra sviði Þjóðleikhússins 3. febrúar og söng þar í atriði Pörupilta og sungu auk þess lagið Fegurðardrottning.
Sjá videó
Árshátíð
Árshátíð Léttsveitarinnar var haldin 24. febrúar í Félagsheimili Seltjarnarness. Frábær skemmtiatriði og dansað fram eftir nóttu.
Langur laugardagur var haldinn í Fóstbræðraheimilinu 10. mars og æft stíft fyrir komandi vortónleika.

Vortónleikar í Gamla bíói

Vortónleikar Léttsveitarinnar voru haldinir í Gamla bíói 19. maí kl. 14.00 og 17.00. Fjölbreytt lagaval og hljómsveitin undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur skipuðu auk hennar Gunnar Hrafnsson á bassa og Kjartan Guðnason (Diddi) á trommur.
Þetta voru síðustu tónleikar Léttsveitarinnar undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur, en hún hyggst snúa sér að myndlistinni.
Tár, tregi og söknuður eftir 17 ára samveru með frábærri konu.
Á seinni tónleikunum söng Bergþór Pálsson sérstaklega fyrir Jóhönnu. Skemmtilegir og tregafullir tónleikar.
Efnisskrá tónleikana
Fréttatilkynning
Myndir á visir.is
Spánn júní 2012

Sungið á kirkjutorginu í Caella á Spáni í júní 2012
Kórferð til Spánar 9. - 16. júní.
Flogið til Barcelona og síðan keyrt með rútu til Calella sem er lítill bær á Costa Brava strönd Spánar, um 50km norður af Barcelona. Við gistum á Hótel Espanya, sem liggur alveg niður við ströndina. 11. júní sungum við í Montserrat, sem er ein fegursta kirkja og klaustur Spánar. Landslagið þarna er hrikalegt og klaustrið staðsett hátt upp í fjöllunum. Dásamleg stund að syngja í þessu klaustri.
13. júní var setning "kóramótsins" - VI Festival International Ciudad de Calella - sem við vorum mættar á. Við komum allar í okkar fínasta pússi tilbúnar að slá í gegn. Eitthvað var þetta nú skrítið kóramót því meira var um þjóðdansa og rútbílasöng en hefðbundinn kórsöng.
Í ljós kom að þetta var árleg bæjarhátíð í Calella og þangað er boðið allskyns hópum hvaðaæva að. En við skemmtum okkur konunglega á þessum skemmtilega "kóramóti".
Við heimsóttum safn Salvadores Dali í Figueres 14. júní.
Fyrsta æfing á haustönn var þriðjudaginn 4.september. Og nýr stjórnandi, Gísli Magna, er mættur
til leiks og verður spennandi að syngja með nýjum stjórnanda.
Hið árlega Dekur og djamm var haldið laugardaginn 3.nóvember
í Fóstbræðraheimilinu.
Ýmislegt skemmtilegt var á boðstólum og hið rómaða Léttsveitarhlaðborð.
Sungið og skemmt sér frameftir degi.
Æfingabúðir voru 16.-18.nóvember í Munaðarnesi.
Frábærar æfingabúðir í alla staði með nýjum stjórnanda.
Aðalfundur var haldin 25. september. Venjuleg aðalfundarstörf. Úr stjórn gengu þær Erna Hanna Guðjónsdóttir og María Stefánsdóttir. Nýjar inn í stjórn voru þær Særún Ármannsdóttir og Ágústa Guðný Atladóttir.
Jólatónleikar Léttsveitarinnar sem báru yfirskriftina "Fögnum í dag" voru í Langholtskirkju fimmtudaginn 6. og laugardaginn 8. desember.
Hljóðfæraleikarar á tónleikunum ásamt Öllu okkar voru Tómas R. Einarson og Kjartan Guðnason. Einsöngvari var Hulda Björk Garðarsdóttir.
Dásamlegir tónleikar, hátíðlegir og skemmtilegir.
Léttsveitin syngur Jól. Lag :Örn Eldjárn. Texti:Brother Grass og Kristján Eldjárn Hjartarson
Efnisskrá tónleikana
Fréttatilkynning
Umfjöllun um tónleikana á Vísi
Léttsveitin skellti sér síðan í bæinn og söng í jólaösinni 15. desember. Kalt og jólalegt.
.


Léttsveitin fyrir jólatónleika í Langholtskirkju í desember 2012
Dekur & djamm
Aðalfundur
Jólatónleikar

Stjórn Léttsveitarinnar frá hausti 2012 Júlíana R. Einarsdóttir, 1. sópran, formaður Kristín Jónsdóttir, 1. sópran, Særún Ármannsdóttir 2.sóp gjaldkeri Ágústa Guðný Atladóttir, 1.sópran Sigþóra Sigþórsdóttir, 1. sópran