top of page
Concrete Wall

Árið er 2010 og við erum 15 ára

Fyrsta æfing vorannar var 12. janúar og nú skal sungið um björtu hliðarnar á tilverunni.

Það eru 119 Léttur sem byrja vorönn

Fréttatilkynningar 2010

Árshátíð

Árshátíð Léttsveitarinnar var haldin í Fóstbræðrarheimilinu laugardaginn 20. febrúar. 

Ýmis skemmtiatriði voru, m.a. söng hún Alla okkar ásamt Erni og Önnu Siggu og ræður voru haldnar. Hljómsveitin Hafrót lék fyrir dansi við mikinn fögnuð.

Æfingabúðir

Léttsveitin hélt í sínar árlegu æfingabúðir helgina 19. - 21. mars og að þessu sinni var farið í Munaðarnes. Farið var með rútum frá Fóstbræðraheimilinu um sexleytið á föstudagskvöldinu. Þegar þangað var komið komu konur sér fyrir í bústöðum og svo var haldin stutt æfing um kvöldið.

Laugardagurinn byrjaði snemma og var æft allan daginn. Um kvöldið var svo kvöldverður, skemmtiatriði að hætti Léttsveitarkvenna og diskó að hætti Oddu. Haldið var heim fyrir hádegi á sunnudeginum. Frábærar æfingabúðir eins og alltaf. Og þetta er í annað skiptið sem Léttur halda í æfingabúðir og það byrjar að gjósa. Hekla tók upp á því að gjósa árið 2000 og nú fór að gjósa á Fimmvörðuhálsi. Það gerist eitthvað þegar 100 konur færa sig um set.

Skagafjörður

Vorferð í Skagafjörð 30. apríl - 2. maí.
Safnast saman við Grand Hótel og sungið fyrir leikskólakennara. Haldið norður og stoppað á Hólum. Skemmtileg leiðsögn um kirkjuna og Auðunarstofu. Tónleikar í Hóladómkirkju. Kvöldmatur á Hólum, hvannasúpa og nýslátraður silungur frá Hólalaxi. Keyrt frá Hólum á Steinsstaði og Bakkaflöt þar sem við gistum.

Á laugardeginum ekið á Dalvík og þar borðaður hádegismatur, fiskisúpa að hætti Fiskidaga á Dalvík. Tónleikar í Menningarhúsinu Bergi. Borðað á Bakkaflöt um kvöldið. Á sunnudeginum var haldið á Hofsós og annað hvort farið í sund eða Vesturfarasetrið skoðað. Haldið í bæinn eftir velheppnaða söngferð um Norðurland.

Efnisskrá tónleikana 

Föstudagsmorgun 7. maí, eldsnemma, héldu nokkar Léttur á Úlfasfell og sungu fyrir göngufólk.

Vortónleikar Léttsveitarinnar voru haldnir í Háskólabíói laugardaginn 8. maí fyrir fullu húsi undir yfirskriftinni "Bjartsýnis- og baráttusöngvar.. Gestir okkar að þessu sinni voru Álftagerðisbræður. Stjórnandi var að sjálfsögðu okkar frábæra Jóhanna V. Þórhallsdóttir og hljómsveitina skipaði ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur á píanó þeir Kjartan Guðnason á trommur, Snorri Sigurðsson á trompet og Tómas okkar R. Einarsson á bass.
Léttur mættu í sínu fínasta pússi í tilefni af tvöföldu afmæli Léttsveitarinnar, í haust eru 15 ár frá stofnun og 10 ár frá því Léttsveitin var sjálfstæður kór. Einstaklega vel heppnaðir tónleikar og við höldum fullar bjartsýni og baráttu inn í sumarið.

Efnisskrá tónleikana 

Fyrsta æfing á haustönn þriðjudaginn 7. september. Byrjað að æfa fyrir Póllandsferð o.fl.

Léttur eru 120 sem byrja haustönn

Léttsveitin fór í tónleikaferð til Póllands dagana 9. - 13. október.

Alls fór 61 kórkona í ferðina. Með í för voru einnig Signý Sæmundsdóttir, Tómas R. Einarsson, margir makar kórkvenna og aðrir ferðafélagar. Fararstjóri var Óttar Guðmundsson. Gist var á Hótel Park. Tónleikar voru haldnir í sal Tónlistarskólans Sala Koncertowa Panstwowej Szkoly Muzyczneij II stopnia im. W.Zelenskiego w Krakowie ul. Bastowa 9., á 5. hæð. Karlakórinn Echo frá Kraká söng einnig á tónleikunum.

Ýmislegt var gert og skoðað í Pólland. Farið í útrýmingarbúðirnar Auschwitz og Birkenau, Saltnámurnar í Wielicka, skoðunarferð um miðborgina, útimarkað o.fl. 
Vel heppnuð ferð í alla staði.

Dekur og djamm var haldið í Fóstbræðraheimilinu 20. nóvember

Aðalfundur Léttsveitarinnar haldinn 21. sept. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, kosið í nefndir og ný stjórn. Úr stjórn fór Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir og inn kom María Stefánsdóttir. 

Stjórn Léttsveitarinnar frá hausti 2010
Margrét Þorvaldsdóttir, 1. sópran, formaður
Erna Hanna Guðjónsdóttir, 1. alt,gjaldkeri
Guðrún Narfadóttir, 2. alt, ritari
Kristín Jónsdóttir, 1.sóp meðstjórnandi

María Stefánsdóttir, 1. alt, meðstjórnandi

Stjórn 2007-2008 Margrét Þorvalds.jpg

Margrét

Stjórn 2010-2011 María Stefánsd.jpg

María

Stjórn 2009-2010 Erna Hanna.jpg

Erna Hanna

Stjórn 2009-2010 Kristín Jónsd.jpg

Kristín

Stjórn 2009-2010 Guðrún Narfa.jpg

Guðrún Narfa

Jólatónleikar

Jólatónleikar Léttsveitarinnar "Amma engill" voru í Bústaðakirkju dagana 7. 8 og 9. desember. Einsöngvarar á tónleikunum voru Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Thorlacius.

Hljóðfæraleikarar ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur voru Kjartan Guðnason og Tómas R. Einarsson. Hluti tónleikanna var tileinkaður Eygló Eyjólfsdóttur, en hún var um árabil í Léttsveitinni. Hún lést sl. haust.
 

Efnisskrá tónleikana 

bottom of page