top of page
Léttur 2007
Fyrsta æfing á nýju ári var þriðjudaginn 9. janúar.
Léttsveitarkonur eru þetta vorið 123
Langur laugardagur var haldinn 27. febrúar í húsi Læknafélagsins.
Árshátíð
Árshátíð Léttsveitarinnar var haldin í Ársal Hótel Sögu 24. mars. Veislustjóri var Sigríður Sigurðardóttir. Ræðumaður kvöldsins var Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir og fór hún algjörlega á kostum. Marilyn Monroe/Hanna Halldórs söng og Sextektinn Súrprímurnar sungu einnig nokkur lög.
Eiginmaður Fríðu fór með ljóð tileinkað Léttsveitinni og grúppíur/grúppíar Léttsveitarinnar, þeir Hannes og Smári (Halldóra Geirharðs og Ólafía Hrönn) sögðu frá reynslu sinni af ferðum Léttsveitarinnar um heiminn. Skreytinganefndin stóð sig svo sannarlega þetta árið, öll borð skreytt í anda þema árshátíðarinnar sem var Austfirðir og alveg ótrúlegt hugmyndaflug sem þessar mætu konur hafa. Algjörlega frábær árshátíð í alla staði.
Vortónleikar Bústaðakirkju
Vortónleikar Léttsveitarinnar voru haldnir í Bústaðakirkju þriðjudaginn 8. maí og miðvikudaginn 9. maí. Með okkur á tónleiknum var auðvitað Tómas okkar R. Einarsson. Einsöngvari var Bergþór Pálsson, sem er algjörlega óborganlega góður. Uppselt var á báða tónleikana sem voru ótrúlega skemmtilegir, bæði fyrir okkur Léttsveitarkonur og áhorfendur.
Efnisskrá tónleikana
Fréttatilkynning á Vísi
Austurland maí 2007
Léttsveitin ferðaðist um Austurland dagana 17. - 20. maí.
Flogið var til Egilsstaða og gist á Eiðum. Þann 17. maí var farið í skoðunarferð upp að Kárahnjúkum og síðan haldið á Skriðuklaustur þar sem boðið var upp á veitingar að hætti Austfirðinga.
Þann 18. maí var svo haldið á Eskifjörð og tekin æfing fyrir tónleika í menningarmiðstöðinni um kvöldið. Ekið sem leið lá til Norðfjarðar þar sem sungið var á spítalanum og svo í dásamlegt hlaðborð í Egilsbúð og safn Tryggva Ólafssonar skoðað og búðir í bænum skannaðar.
Sungið á Eskifirði, vel heppnaðir tónleikar.
Þann 19. maí var svo haldið á Seyðisfjörð í dágóðu veðri og sungið þar á opnun menningarhátíðar og síðan tónleikar um kvöldið í félagsheimilinu Herðubreið.
Snæddur kvöldverður þar eftir tónleikana og dansað eitthvað fram eftir kvöld og farið með gamanmál. Haldið yfir nánast ófæra Fjarðarheiðina í háttinn á Eiðum.
Dásamlega skemmtileg ferð í alla staði. Og nýstofnuð morgunverðarnefnd sem ráðin hefur verið ævilangt stóð sig með þvílíkri prýði að annað eins hefur ekki sést hvorki austan né sunnan heiða.
Léttsveitarútilegan hélt annað árið í röð í útilegu á Hellu á Rangárvöllum helgina 13. - 15. júlí. Aldrei hefur áður verið eins vel mætt á föstudegi og var tjaldstæðið orðið fullt upp úr kvöldmat af léttsveitarkonum og viðhengjum þeirra. Örlítið blés á okkur og rigndi víst eitthvað um nóttina en á laugardeginum var blíðskaparveður.
Farið var í ratleik sem útilegunefndin, þær Hjördís, Soffía, María Björk og Anna Ax höfðu skipulagt og var það mál manna að þetta yrði hér eftir fastur liður í útlegunni. Ótrúlega skemmtilegt og allir fengu spurningar við sitt hæfi. Veitt voru verðlaun fyrir þá sem fyrstir komu í mark og einnig skammarverðlaun og var það sama liðið sem fékk þau. Svo voru veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta hópnafnið og var það hópurinn 4,5 sópran sem vann þau. Síðan voru svo verðlaun fyrir þá sem flestum spurningum hafði svarða rétt, svo allir fengu einhver verðlaun.
Á laugardagskvöldinu var svo grillað og borðar við óralöng langborð og svo sungið langt fram eftir nóttu. Á sunnudeginum var þvílík rjómablíða að fólk var svona að dúlla sér fram eftir degi að taka saman. Tæplega 70 manns voru í útilegunni og allir skemmtu sér ótrúlega vel.
Fyrsta æfing á haustönn var þriðjudaginn 11. september
Kosning í nefndir fór fram 25. september og gekk það vel eins og alltaf.
Aðalfundur
Aðalfundur Léttsveitarinnar var haldinn 18. september.
Fráfarandi formaður, Freyja Önundardóttir, flutti yfirlit vetrarins. Gjaldkeri fór yfir ársreikningar og kosin var ný stjórn. Úr stjórn gegnu Freyja Önundardóttir, Sigrún Birgisdóttir og Elísabet Grettisdóttir. Í stað þeirra komu í stjórn Margrét Þorvaldsdóttir sem kosin var nýr formaður, María Björk Viðarsdóttir og Sveinbjörg Sveinsbjörnsdóttir
Stjórn Léttsveitarinnar haust 2007 - haust 2008
Margrét Þorvaldsdóttir, 1. sópran, formaður
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, 2. sópran, varaformaður
María Björk Viðarsdóttir, 2. alt, , gjaldkeri
Oddný Sigsteinsdóttir 2.alt varagjaldkeri
Herdís Eiríksdóttir 2.sóp ritari
Léttsveitin hélt enn og aftur í æfingabúðir dagana 26.-28. október. Æfingabúðirnar er orðinn fastur liður á haustin. Að þessu var haldið í Munaðarnes.
Ný uppskriftabók leit dagsins ljós á haustmánuðum. Þar kennir ýmissa grasa af gómsætum og girnilegum réttum að hætti Léttsveitarheimila. Fyrri bókin seldist upp. Um umbrot og hönnun sá Léttsveitarkonan Kristín Joð Þorsteinsdóttir og ritnefnd sá um að koma bókinni í aðgengilegt form.
Blaðagrein & viðtal við Önnu Sigurjóns á Vísi
Dekur og djamm
Hið árlega Dekur og djamm Léttsveitarinnar var haldið 10. nóvember í sal Briddsfélagsins í Síðumúla. Veitingar voru glæsilegar að vanda og sölubásarnir fjölbreyttir og einna mesta lukku vakti afurðabás Léttsveitarinnar en margar konur lögðu til hinar ýmsu afurðir sem framleiddar voru í heimahúsum um allan bæ og meira að segja var farið í sumarbústaði gagngert í þeim tilgangi að útbúa kræsingar og skemmta sjálfum sér og öðrum í leiðinni.
Ýmsir lögðu okkur lið til gera daginn skemmtilegan og má þar nefna Tómas R. og dóttur hans Svöfu sem las eigin ljóð og Bergþór Pálsson sem kynnti okkur nýútkomna bók sína um borðsiði og almenna mannasiði.
Þann 2. desember söng kórinn á skemmtun til styrktar Barnaspítala Hringsins sem haldin var á Broadway og var gaman að geta lagt því mikilvæga starfi lið.
Jólatónleikar Bústaðakirkju
Jólatónleikar Léttsveitarinnar voru haldnir þriðjudaginn 4. desember og fimmtudaginn 6. desember í Bústaðakirkju og báru þeir yfirskriftina "Mamma er enn í eldhúsinu".
Einsöngvari á tónleikunum var Hlín Pétursdóttir, sópran.
Hljóðfæraleikarar voru Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Tómas R. Einarsson og Kristín Jóna "Stína bongó" Þorsteinsdóttir.
Tókust tónleikarnir vel í alla staði og allir héldu glaðir í jólafrí.
Fréttatilkynning 2007
Efnisskrá tónleikana
bottom of page