top of page
Concrete Wall

Léttur 2004

Fyrsta æfing á vorönn var þriðjudaginn 13. janúar.

Léttsveitarkonur eru 105 við upphaf vorannar.


Léttsveitin í sænskri ljóðabók eftir Bengt Berg.

Nio roda rosor i Reykjavik.
Aatta körer sjunger i et kör, 

dirigentstickorna viner som stafettpinnar genom kvallen, 
efter Álafosskórinn með blandad uppsattning och ett dubbeldussin barn-og ungdomsblaseare 
kommer en oandlig ringlande rad av islanska valkyrior i röda sammetsklanningar. 
Det blir allt ifran Alexander´s Ragtime Band och handtrummor til vaxelsang och gammelnorska, 
hurtiga takter som skuttade man över ishala jöklar var dag, fallera... 
Standigt nya entréer och sortier, flyglar som flyttas och stolar som yr 
och mitt i stormens öga finns Jóhanna, kvallens vardinna, 
som styr og staller hemvant och frejdigt: 
"Suður um höfin að sólgylltri strönd". 
Och visa vid vindens angar, finska og danska visor 
innan en islandsk calypso oppnar dörren mot Vintergatan. 
Tillbaka var det bara att följa de egna,
igenblasta fotsparen, i motsatt riktning.

Árshátíð Versalir

Árshátíð Léttsveitarinnar árið 2004 var haldin í Fóstbræðraheimilinu 14. febrúar, á Valentínusardaginn.
Þemað var ítalskt að þessu sinni enda verður farið í tónleikaferð til Ítalíu í júní. Veislustjóri var okkar frábæra Bimba sem svo sannarlega kitlaði hláturtaugarnar eins og henni er einni lagið.
Leynigestur og um leið ræðumaður kvöldsins var okkar eini sanni Tómas R. Einarsson og lýsti hann skemmtilega þeim draumi sínum að leggja bassanum og gerast söngvari.
Upp tróðu einnig nokkrar Léttsveitarmeyjar bæði með söng og skemmtilegu leikriti þar sem tveir eiginmanna sýndu á sér skemmtilega hlið þegar þeir reyndu að komast í Léttsveitina. Einar Gylfi eiginmaður Bimbu sagði okkur svo farir sínar ekki sléttar sem aðstandandi. Trio Lationo, þ.e. Alla, Jóhanna og Tommi fluttu okkur nokkur lög og þrjár af fjórum klassískum, þ.e. Alla, Jóhanna og Signý skemmtu okkur. Að lokum léku fyrir dansi Maggi Kjartans og ný og umbreytt Ruth Reginalds sem hét að þessu sinni Hulda. Og maturinn, í einu orði sagt frábær.
Þessi árshátíð var endalaust skemmtileg, hlegið út í eitt og eiga skemmtinefnd og skreytinganefnd heiður skilinn fyrir frábært kvöld.

Vortónleikar

Vortónleikar Léttsveitarinnar voru haldnir í í Austurbæ laugardaginn 3. apríl kl. 17.00 og 20.00.
Einsöngvarar á tónleikunum voru þau Signý Sæmundsdóttir, sópran og Þorgeir J. Andrésson, tenór. Hljóðfæraleikarar auk Aðalheiðar Þorsteinsdóttur á píanó voru Tómas R. Einarsson á bassa, Matti Kallio á harmoniku og Kristín Jóna Þorsteinsdóttir á slagverk. Stjórnandi var að sjálfsögðu Jóhanna V. Þórhallsdóttir. 
Tónleikarnir tókust afbragðsvel og var húsfyllir.  


Efnisskrá tónleikana 

Blaðagreinar & viðtöl


Kolaportið 17. apríl. Tæmt úr geymslum og kompum og bakaðar dýrindis hnallþórur. Salan gekk vonum framar og var meira að segja farið að selja fötin utan af Léttsveitarkonum.

Ítalía í maí 2004

Sungið á Riva á Ítalíu maí-júní 2004


Flogið til Milanó 29. maí og keyrt til bæjarins Garda við Gardavatn. Gist var á Hotel Poiano 
Með okkur í för var auðvitað Tómas okkar R. Einarsson og einnig frábæri finninn hann Matti Kallio ásamt kærustinni sinni, henni Sigrúnu. Stína bongó spilaði líka með okkur. Fyrsti dagurinn á Ítalíu fór í afslöppun og næsheit á sundlaugarbarminum við hótelið. Tónleikar í Riva di Garda á mánudagskvöldið og þar snæddur kvöldverður.


Tónleikar í Feneyjum á þriðjudagskvöldinu 1. júní.
Þar lentum við í mestu úrhellisrigningu sem sögur fara af. Þriðju tónleikarnir voru 2. júní í Tobole við Gardavatnið og snæddur kvöldverður eftir tónleika þar. Á fimmtudeginum var farið í skoðunarferð til Verona, Zingarellurnar sungnar í Arenunni og gengið um bæinn og svalirnar hennar Júlíu m.a. skoðaðar.


Mikilvægustu tónleikarnir voru svo á föstudagskvöldinu í bænum hennar Jóhönnu okkar, Piacenza og eftir tónleika var snæddur kvöldverður í boði móttökuaðila. Heimferð 5. júní með viðkomu í perlu Gardavatnsins, Sirmione. Það voru þreyttar en ánægðar léttur sem lentu í Keflavík aðfaranótt sunnudags eftir hreint dásamlega ferð til Ítalíu. Ferðin var öll fest á filmu af Jóni Karli, alias Hafliða, Silju og Hörpu, en heimildarmynd um Léttsveitina verður jólamyndin í ár.

Efnisskráin á Ítalíu

Hin árlega Léttsveitarútilega sem hingað til hefur verið haldin síðustu helgina í júlí var færð til þetta árið og haldin aðra helgina í júlí. Og enn var haldið í Galtalæk undir Brík. Strax á föstudagskvöldinu var ljóst að öll met yrðu slegin í mætingu, en þá voru mættar um 24 léttur með hundum og öðru fylgdarliði.
Á laugardeginum bættist heldur betur í hópinn og munu um 46 léttur hafa mætt og var því á svæðinu á annað hundrað manns. Þetta var því heljarinnar tjaldborg með nokkrum partýtjöldum sem komu sér vel þegar skúraði aðeins á fólk á laugardagskvöldinu en annars var hið fínasta veður eins og alltaf í Galtalæk.
María mætti með Poiano diskinn og Katla og María stjórnuðu leikfimi að ítölskum hætti. Kuppaspilið fræga var mikið notað af öllum þó segja megi að mismikið kapp væri í fólki og sumir tapsárari en aðrir. Grillað var á laugardagskvöldinu og slegið upp miklu langborði. Léttsveitargrúpparnar, þ.e. eiginmenn þeirra Léttsveitarkvenna sem komu með til Ítalíu buðu upp á bleikan fordrykk og síðan voru skemmtiatriði að hætti Bimbu og Co. Síðan tók sönggræðgin völdin og sungið framundir rauðan morgun við undirspil Oddu og Gunnars hennar Guðrúnar Gísla.

Á sunnudeginum var svo farið í brennó og slappað af fram eftir degi. Dæmalaust vel heppnuð útileguhelgi og nokkuð ljóst að útlegugræðgi hefur nú gripið enn fleiri Léttur.


Haustönn hófst þriðjudaginn 14. september. Æft er að vanda í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg.

Léttsveitarkonur telja 107 við upphaf haustannar.
 

Aðalfundur


Aðalfundur Léttsveitarinnar var haldinn 12. október. Úr stjórn gengu formaðurin sjálfur, Margrét Þorvaldsdóttir og ritarinn Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir. Í þeirra stað komu í stjórn Freyja Önundardóttir og Elísabet Grettisdóttir. Formaður var kjörinn Þórkatla Aðalsteinsdóttir, varaformaður Védís Skarphéðinsdóttir, Willa G. Möller er áfram gjaldkeri, Freyja Önundardóttir er varagjaldkeri og Elísabet Grettisdóttir er ritari.
 
Stjórn Léttsveitarinnar haust 2004 - haust 2005
Þórkatla Aðalsteinsdóttir, 1. sópran, formaður 
Védís Skarphéðinsdóttir, 2. alt, varaformaður 
Willa G. Möller, 1. alt, gjaldkeri
Freyja Önundardóttir, 1. sópran, varagjaldkeri 
Elísabet Grettisdóttir, 2. sópran, ritari

Stjórn Léttsveitarinnar haust 2004 - haust 2005 frá vinstri: Freyja, Elísabet, Þórkatla, Védís og Willa.

Fjáröflun í Langholtskirkju

Léttsveitin hélt fjáröflunartónleika í Langholtskirkju laugardaginn 13. október. Dagskráin var írsk og græn og með okkur á tónleikunum ásamt Aðalheiði á píanó voru Tómas R. Einarsson á bassa og Wilma Young á fiðlu. Stína bongó spilaði með Wilmu í inngöngulagi. Skemmtilegir tónleikar og fullt hús.

Efnisskrá tónleikana 

Jólatónleikar í Bústaðakirkju

Jólatónleikarnir voru í Bústaðakirkju þriðjudagnn 14. desember. Með okkur á tónleikunum spiluðu ásamt Aðalheiði, Tómas R. Einarsson á bassa og Wilma Young á fiðlu. Húsfyllir var og tókust tónleikarnir ágætlega.

Efnisskrá tónleikana 

Það er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi Léttsveitarkvenna að syngja í messu á Þorláksmessu í Austurstræti. Þetta ár var engin undatekning. Góður endir á góðu ári.

bottom of page