top of page
Concrete Wall

Léttur 2003

Vorönn hófst 14. janúar. Byrjað var að æfa fyrir 10 ára afmælistónleika Kvennakórs Reykjavíkur en þar syngur Léttsveitin þrjú lög.

 

Léttsveitarkonur eru núna 112 talsins.

 

Léttsveitin söng á 10 ára afmælistónleikum Kvennakórs Reykjavíkur laugardaginn 25. janúar. Lögin sem við sungum voru Krummi, Kukkani lumen alla og I´m a Woman. Auk Léttsveitarinnar sungu á þessum tónleikum Kvennakór Reykjavíkur auðvitað, Gospelsystur Reykjavíkur og Vox Femine, þ.e. þeir kórar sem störfuðu fyrst undir merkjum Kvennakórsins.

Skemmtilegir og vel skipulagðir tónleikar. Meðal gesta voru forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.


Árshátíð Léttsveitarinnar var haldin föstudaginn 7. febrúar 2003 í Fóstbræðraheimilinu. Aldrei hefur mætingin verið jafngóð. Stórum hluta Léttsveitarinnar var boðið heim til Friðgerðar fyrir árshátíðina og var það mjög skemmtilegt. Veislustjóri var okkar frábæra Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Þema árshátíðarinnar voru Vestmannaeyjar í tilefni af væntanlegri ferð til Eyja í vor. Skemmtiatriði komu úr ýmsum áttum. Vinur Öllu úr Schola Cantorum söng, Anna Valdís Kro, ein Léttsveitarkvenna, sýndi mikið þor og söng einsöng, nokkrir félagar úr Fóstbræðrum sungu nokkur lög við mikinn fögnuð, Blúsbræður, vinir Jóhönnu, léku nokkur lög, skemmtinefndin var með söngatriði og frábær kvikmynd úr ferli Léttsveitarinnar var frumsýnd.
Fyrir dansi léku svo nokkrir Eyjapeyjar, vinir Bimbu. Allir skemmtu sér konunglega og er þessi árshátið enn ein rósin í hnappagat okkar frábæru skemmtinefndar.
 

Léttsveitin syngur í Smáralind - Mynd úr Fólk og Fréttir, Kópavogur

Léttsveitin hélt kökubasar og söng í Smáralind laugardaginn 8. mars. Mikil og góð sala var í kökunum. Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð, en Léttsveitin fer til Vestmannaeyja og heldur tónleika þar í byrjun maí.
Einnig var sungið á Brúðkaupssýningu í Smáralindinni og um kvöldið var sungið á árshátið BYKO

Léttsveitin í þættinum "Fólk"

Léttsveitin var í þættinum "Fólk" með Sirrý miðvikudaginn 19. mars. Ein Léttsveitarkvenna, Elínborg Jónsdóttir, eldaði frábæran rétt "svínakjöt með eplum" úr uppskriftabókinni okkar, og kórinn söng finnska tangóinn "Kukkani lumen alla" sem einnig er með íslenskum texta Margrétar Þorvaldsdóttur, formanns Léttsveitarinnar.

Vortónleikar

 
Fljóð og funi
Vortónleikar Léttsveitarinnar voru haldnir í Austurbæ v/Snorrabraut laugardaginn 29. mars kl. 17.00 og 20.00 fyrir fullu húsi í bæði skiptin.
Efnisskráin var funheit eins og nafnið ber með sér. Hljóðfæraleikarar auk Aðalheiðar Þorsteinsdóttur á píanó voru Tómas R. Einarsson á bassa, Wilma Young á fiðlu, finninn Matti Kallio á harmonikku auk þess sem hann söng finnskan tangó. Einsöngvari með okkur var hinn frábæri tenór Snorri Wiium. Stjórnandi var auðvitað Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Tónleikarnir tókust með afbrigðum vel.


 
Efnisskrá tónleikana

Bréf frá Léttsveitarkonu 

Vestmannaeyjar
Fljóð og funi í Eyjum

Léttsveitin fór í tónleikaferð til Vestmannaeyja helgina 2.-4. maí. Sungið var í Höllinni í Vestmannaeyjum laugardaginn 3. maí kl. 16.00. Efnisskráin var fjölbreytt og skemmtileg, suðræn, seiðandi og funheit. Auk Jóhönnu stjórnanda og Aðalheiðar píanóleikara voru með okkur í för Tómas okkar Einarsson á bassa, finninn frábæri Matti Kallio á harmoniku og Léttsveitarkonan Stína bongó á slagverk.
Tæplega 300 manns mættu á tónleikana og voru undirtektir Eyjamanna frábærar. Einnig var sungið á árshátíð Hressó.


Efnisskrá tónleikana
Það er orðin föst hefð hjá Léttsveitarkonum að fara í útilegu ásamt fjölskyldum síðustu helgi júlímánðar. Hin árlega Léttsveitarútilega var í Galtalæk undir Brík helgina 25.-27. júlí. Ágætis mæting var og veðrið var ótrúlega gott, sól og blíða á meðan rigndi ótrúlegu magni af lágréttri rigningu allsstaðar annars staðar á landinu. Grillað var á laugardagskvöldinu og sungið og skemmt sér fram undir morgun.

Léttsveitin stofnaði gönguhóp sumarið 1997 og hefur frá þeim tíma gengið frá hinum ýmsu stöðum í Reykjavík á hverju sumri.
Í sumar var ákveðið að hittast við Perluna öll þriðjudagskvöld kl. 20 og síðan gengið um Öskjuhlíðina og nágrenni. Sumargöngunni lauk svo með slútti og var það haldið 26. ágúst í Öskjuhlíðinni og var þar veglegur picknic að hætti Léttsveitarkvenna í blíðskaparveðri.Haustönn hófst þriðjudaginn 9. september í húsi Fóstbræðra við Langholtsveg.

Léttsveitarkonur eru 112 talsins í upphafi haustannar.

Aðalfundur

Aðalfundur Léttsveitarinnar var haldinn þriðjudaginn 23.september í Fóstbræðrarheimlinu. Margrét Þorvaldsdóttir formaður flutt skýrslu um starfsemi liðins árs, sem sjaldan hefur verið jafn margbreytileg. Gjaldkeri, María Björk Viðarsdóttir kynnti ársskýrlsu Léttsveitarinnar.
Nokkrar lagabreytingar voru bornar undir fundinn og voru allar samþykktar samhljóða.

Kosin var ný stjórn og sitja allar stjórnarkonur áfram nema gjaldkerinn, María Björk sem heldur nú á vit nýrra ævintýra í Þýskalandi.
Í hennar stað kemur inn í stjórn Willa G. Möller. Maríu voru þökkuð vel unnin störf fyrir kórinn og risu kórkonur úr sætum hylltu hana með miklu lófataki.

Stjórn Léttsveitarnnar 2003-2004 frá vinstri: Willa, Védís, Margrét, Þórkatla og Ingibjörg.

Æfingabúðir

Léttsveitin fór í æfingabúðir í Munaðarnesi helgina 17.-19. október. Góð þátttaka og allar skemmtu sér vel. Aldrei þessu vant var veðrið frábært og væsti ekki um nokkurn mann. Stutt æfing var á föstudagskvöldinu og siðan var æft frá 10-18 á laugardeginum. Um kvöldið var matur að hætti hússins og skemmtiatrið í anda Léttsveitarinnar. Veislustjóri var Hanna Halldórsdóttir og stóð hún sig með prýði.
 
Léttsveitin lét í október 2003 gera grillsvuntur með merki Léttsveitarinnar. Svuntunar er í tveimur litum, svörtum og rauðum, með merkinu í silfri og gulli. Góðar við grilli og í eldhúsinu. Léttsveitin lét einnig í október gera fyrir sig kort sem voru upphaflega hugsuð sem jólakort en geta gengið allan ársins hring. Kortið prýðir vatnslitamynd eftir eina kórkonu, Freyju Önundardóttur.

Dekur & djamm

Dekur og djamm var haldið laugardaginn 8. nóvember í Fóstbræðraheimilinu til ágóða fyrir Ítalíuferðina sem til stendur að fara í næsta vor. Í þriðja sinn stóð kórinn fyrir alhliða skemmtun fyrir vinkonur sínar og stallsystur. Reist var glæsilegt hlaðborð drekkhlaðið léttsveitarkræsingum og barinn var opinn.

Ýmis varningur var til sölu, jólakort, svuntur og matreiðslubækur kórsins, og allt milli himins og jarðar sem kórkonur höfðu föndrað eða áttu í fórum sínum. No name snyrtivörur voru með fulltrúa sína á staðnum sem förðuðu konur, Karlakórinn Þrestir kom í heimsókn, danskennarar drógu konur út á gólfið, Stína bongó og vinur hennar börðu trommur, 4klassískar léku á als oddi og Léttsveitin steig á svið. Allt var þetta mjög vel lukkað og ferðasjóður kórsins þyngdist og efldist til mikilla muna

Jólatónleikar Bústaðakirkju

Léttsveitin hélt tvenna aðventutónleika í Bústaðakirkju fimmtudaginn 4. desember og þriðjudaginn 9. desember undir nafninu Af innlifun. Einsöngvari á tónleikunum var Anna Pálína Árnadóttir og söng hún eins og engill og vitað er að nokkrir tónleikagesta táruðust yfir söng hennar.  Auk Aðalheiðar Þorsteinsdóttur á píanó spilaði með okkur bassaleikarinn góðkunni Tómas R. Einarsson. Báðir tónleikarnir voru fyrir fullu húsi og tókust vel.

Efnisskrá tónleikana 

Fréttatilkynning jól 2003Léttsveitin lauk árinu með því að syngja í messu í Austurstræti á Þorláksmessu. Þetta er fjórða árið sem Léttsveitin syngur við þessa messu og þetta er því orðin fastur liður í jólaundirbúningnum. Því miður varð stjórnandinn okkar, Jóhanna, fyrir því óláni að fótbrotna nokkrum dögum fyrir Þorláksmessu, þannig að Aðalheiður stjórnaði okkur í hennar stað. Gekk söngurinn vel þó hvasst væri úti og frekar kalt. Góður endir á frábæru ári.

bottom of page