top of page
Concrete Wall

Léttur 1998

Auglýsing Rauð sveifla1998.jpg

Farið var í æfingabúðir á Úlfljótsvatn til æfinga fyrir vortónleikana 1998.

Léttsveitarkonur eru 107

Blaðagreinar og viðtöl 1998

Kvennakór Reykjavíkur varð 5 ára þetta ár og við það tækifæri var tekið viðtal í Morgunblaðinu við konu úr röðum Léttsveitarinnar, Friðgerði S. Benediktsdóttur.

Viðtal við Friðgerði S. Benediktsdóttur um veruna í Léttsveitinni
 
Rauð sveifla var yfirskrift tónleika Léttsveitarinnar í Íslensku óperunni 1. og 7. apríl 1998.
Á efnisskránni voru lög frá ýmsum löndum, en rússnesk lög í meirihluta. Með Léttsveitinni kom fram kvartettinn Gömlu krydddrengirnir, en hann skipuðu Skarphéðinn Þór Hjartarson, Örn Arnarson, Egill Gunnarsson og Valdimar Másson.
Hljóðfæraleikarar voru þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Wilma Young, Árni Scheving og Tómas R. Einarsson. Nokkrar kórkonur dönsuðu dúndrandi kósakkadans undir stjórn Lellu.



Gönguhópurinn hittist 2. júní við Sprengisand og var gengið Elliðaárdalinn allt sumarið.

Útilega Léttsveitarinnar var í Galtalæk undir Brik síðustu helgina í júlí. 

Léttsveitarkonur eru 111 þetta haustið

Bolungarvík

Dagana 22.-25. október 1998 sótti Léttsveitin heim Kvennakór Bolungarvíkur. Héldum við tvenna tónleika með þeim í Ísafjarðarkirkju og Íþróttahúsi Bolungarvíkur. Kvennakórskonur héldu okkur boð á laugardagskvöldinu þar sem þær sáu um allan mat og skemmtiatriði sjálfar. Frábærlega skemmtilegt kvöld og bundumst við Kvennakór Bolungarvíkur sterkum böndum. Wilma Young og Tómas R. Einarsson komu með okkur í þessa ferð.

 

Auglýsing Bolungarvík 1998.jpg
bottom of page