top of page

Kórinn

hóf æfingar árið 1995 undir hatti Kvennakórs Reykjavíkur og starfaði sem slíkur fram til ársins 2000 þegar Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur var formlega stofnaður.

Kórinn telur á bilinu 90-100 konur á öllum aldri, sem eiga það sameiginlegt að finnast gaman að syngja og vera saman.

Kórinn tekur sér ýmislegt fyrir hendur, en það sem hefur einkennt Léttsveitina alla tíð er metnaðarfullt lagaval, flottar útsetningar og frábær stjórnandi.

Lagavalið er fjölbreytt en þó frekar í léttari kantinum, því þannig viljum við hafa það.  Við skellum okkur óhikað út í allskonar og allt mögulegt og finnst ótrúlega gaman að glíma við ólík viðfangsefni.

Æfingar 

Léttsveitin æfir í Safnaðarsal Háteigskirkju og er aðalæfing á mánudögum frá kl. 18:30-21:00

Raddæfingar eru á miðvikudögum frá kl. 17:30-19:00 og æfa raddir til skiptis annan hvern miðvikudag.

1.sóp og 1.alt æfa saman og 2.sóp og 2.alt saman.

329109557_548224117143550_7084651506983388727_n.jpg

Stjórnendur

Við tökum nýjum konum fagnandi og bjóðum í raddprufur í upphafi haust og vorannar. Heyrðu í okkur ef þú hefur áhuga á að kynnast okkur betur. Þú getur gert það með því að senda okkur línu hérna eða á netfangið lettstjorn@gmail.com

Við tökum líka gjarnan við fyrirspurnum á fésbókarsíðu Léttsveitarinnar

                  Léttsveitin á Facebook

Vertu í bandi

Framundan

Meðal þess sem er framundan hjá kórnum á vormánuðum eru æfingabúðir um miðjan apríl sem núna verða haldnar heima við. 

Vortónleikarnir okkar verða tvennir í byrjun maí og segjum við ykkur nánar frá því fljótlega. Eftir tónleikana heldur Léttsveitin til Vestmannaeyja í tveggja daga vorferð þar sem haldnir verða tónleikar og skemmtun að hætti Léttsveitarinnar. 

bottom of page