Kórinn
telur á bilinu 90-100 konur á öllum aldri, sem eiga það sameiginlegt að finnast gaman að syngja og vera saman.
Kórinn tekur sér ýmislegt fyrir hendur, en það sem hefur einkennt Léttsveitina alla tíð er metnaðarfullt lagaval, flottar útsetningar og frábær stjórnandi.
Lagavalið er fjölbreytt en þó frekar í léttari kantinum, því þannig viljum við hafa það. Við skellum okkur óhikað út í allskonar og allt mögulegt og finnst ótrúlega gaman að glíma við ólík viðfangsefni
Opin æfing hjá Léttsveitinni
16.sept 2024
kl. 18:30
Stjórnendur
Vertu í bandi
Við tökum nýjum konum fagnandi og bjóðum í raddprufur í upphafi haust og vorannar. Heyrðu í okkur ef þú hefur áhuga á að kynnast okkur betur. Þú getur gert það með því að senda okkur línu hérna eða á netfangið lettstjorn@gmail.com
Við tökum líka gjarnan við fyrirspurnum á fésbókarsíðu Léttsveitarinnar
Framundan
Haustönn kórsins 2024 hefst 9.sept n.k.
Það er margt spennandi framundan hjá kórnum næsta starfsár. Fyrst ber að nefna að kórinn fagnar 30 ára starfsafmæli 2025 og verður ýmislegt um að vera að því tilefni.
Nú í upphafi starfsárs verður haldin opin æfing fyrir áhugasamar konur sem gætu hugsað sér að vera með í okkar góða hóp (sjá auglýsingu hér að ofan) Svo endilega kíkið á okkur.
Við mælum með að þið kíkið á dagatalið okkar þar koma fram allar upplýsingar um æfingatíma og það sem er framundan hjá okkur.