Léttsveit Reykjavíkur í 30 ár
![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
---|---|---|---|
![]() | ![]() |
.jpg)
Kórinn okkar
telur um 100 konur á öllum aldri, sem eiga það sameiginlegt að finnast gaman að syngja og vera saman.
Kórinn tekur sér ýmislegt fyrir hendur, en það sem hefur einkennt Léttsveitina alla tíð er metnaðarfullt lagaval, flottar útsetningar og frábær stjórnandi.
Lagavalið er fjölbreytt en þó frekar í léttari kantinum, því þannig viljum við hafa það. Við skellum okkur óhikað út í allskonar og allt mögulegt og finnst ótrúlega gaman að glíma við ólík viðfangsefni
.jpg)
Léttsveit Reykjavíkur sem skipuð er 100 konum fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári.
Við blásum til glæsilegra tónleika í Háskólabíói sunnudaginn 11.maí kl. 17:00.
Stjórnandi kórsins er Gísli Magna. Undirspil annast einvalalið tónlistarfólks en þau eru Arnhildur Valgarðsdóttir pianó sem jafnframt er meðleikari kórsins, Diddi Guðna trommur, Gunnar Hrafnsson bassi, Matthías Stefánsson fiðla, gítar og mandólín, Pétur Valgarð Pétursson gítar og Stefán Örn Gunnlaugsson hljómborð.
Efnisskráin einkennist af fjölbreyttu lagavali.
Lögin eru eftir innlenda og erlenda höfunda eins og Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðarson, Bubba Morthens, Joni Mitchell og U2 og skiptast á angurværar ballöður og dúndrandi popp og munu vafalaust hljóma kunnuglega í eyrum tónleikagesta.
Miða á tónleikana í Háskólabíói má nálgast á tix
Miðaverð er kr. 5.500
https://tix.is/.../lettsveit-reykjavikur-thritug...
Eftir tónleikana í Háskólabíói mun kórinn svo leggja land undir fót og heimsækja Norðurland. Fyrsti viðkomustaður verður Akureyri og þar heldur kórinn tónleika í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 15.maí kl. 20:00. Laugardaginn 17.maí verða svo tónleikar í félagsheimili Raufarhafnar, Hnitbjörgum.
Miðasala verður við inngang á báðum stöðum, verð kr. 3000 og afsláttur fyrir eldri borgara.


Húllum hæ og obbosí!
Já, við erum hvorki meira né minna en þrítugar, síungar, sprækar og til í að byrja þetta frábæra afmælisár.
Það verður ýmislegt um að vera á árinu og eitt af því sem okkur hlakkar mikið til eru auðvita afmælistónleikarnir okkar.
Það dugar ekkert minna en Háskólabíó undir kellur og gleðin verður 11. maí n.k
Við munum dressa okkur upp í allskonar og allavegana og syngja heil lifandis ósköp.
Við auglýsum þetta nánar fljótlega og hlökkum mikið til að sjá ykkur öll.
Í tilefni afmælisins lét Léttsveitin hanna nýtt lógó. Það er eftir kórsystur okkar og grafíska hönnuðinn Völu Sigurðardóttir.

Stjórnendur
Vertu í bandi
.jpg)
Við tökum nýjum konum fagnandi og bjóðum í raddprufur í upphafi haust og vorannar. Heyrðu í okkur ef þú hefur áhuga á að kynnast okkur betur.
Þú getur gert það með því að senda okkur línu hérna eða á netfangið lettstjorn@gmail.com
Við tökum líka gjarnan við fyrirspurnum á
fésbókarsíðu Léttsveitarinnar
Framundan
.jpg)
Vorönn kórsins hófst 13. jan 2025
Við æfum nú á fullu fyrir afmælistónleikana okkar sem verða haldnir í Háskólabíói sunnudaginn 11. maí n.k
Við auglýsum það nánar fljótlega, svo fylgist með.
Við mælum með að þið kíkið á dagatalið okkar þar koma fram allar upplýsingar um æfingatíma og það sem er framundan hjá okkur.