top of page

Arnhildur Valgarðsdóttir
meðleikari

Arnhildur gekk til liðs við Léttsveitina haustið 2022.

Arnhildur lauk 8. stigi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri og starfaði þar um skeið sem píanóleikari uns leiðin lá til Skotlands þaðan sem hún útskrifaðist með BA-gráðu í musical studies og CPGS-diplómu í píanóleik frá Royal Scottish Academy of Music and Drama ( núverandi Royal Conservatoire of Scotland) árið 1995.
Hún lauk kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2010 og lauk 7. stigi í klassískum söng frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2016.
Arnhildur er virk í tónlistinni og hefur í næstum þrjátíu ár spilað með fjölmörgum kórum og stýrt kirkjukórum þar sem hún hefur verið organisti. Arnhildur hefur leikið inná fjölda diska með kórum og öðrum tónlistarmönnum, spilað og samið á píanó og klarinett, fyrir ljóðaleikhús og haldið fjölmarga tónleika með einsöngvurum og hljóðfæraleikurum. Hún hefur einnig haldið einleikstónleika með verkum Leos Janacek.
Arnhildur stundaði um tíma nám við LHÍ og sækir reglulega söngtíma sem og tíma í rytmískum píanóleik. Hún er nú organisti við Guðríðarkirkju og kennari við söngkólann Domus Vox. 

bottom of page